Frakkar opna heimili sín fyrir Íslendingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2016 18:58 Delphine með eiginmanni sínum og syni. Fánann teiknaði drengurinn í gærkvöldi, og er afar spenntur fyrir gestum helgarinnar. mynd/delphine Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum. EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum.
EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent