Trump staðfestur sem frambjóðandi Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2016 23:30 Donald J. Trump er formlega orðinn forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Kjörmenn flokksins hafa í kvöld verið að gera grein fyrir atkvæðum sinna ríkja á flokksþingi Repúblikana og var það sonur Trump, Donald Trump yngri, sem kynnti atkvæðin sem tryggðu Trump þann meirihluta sem hann þurfti. Hann kynnti atkvæði New York, heimaríkis Trump. Ólíklegt var að Trump tækist ekki að bera sigur úr býtum og þá sérstaklega eftir að andstæðingum hans mistókst að fá reglum flokksþingsins breytt á dögunum.Donald Trump, Jr. announces votes of NY's GOP delegates to put his father @realDonaldTrump over the top #RNCinCLE pic.twitter.com/mIusrnQr8C— Jeremy Diamond (@JDiamond1) July 19, 2016 Árangur Trump í forvali flokksins hefur komið mörgum á óvart, en þegar hann tilkynnti framboð sitt voru fáir sem tóku hann alvarlega. Þá hefur hann þótt umdeildur bæði utan og innan Repúblikanaflokksins. Fjöldi þingmanna flokksins hundsuðu flokksþingið og þá hafa einhverjir ekki viljað lýsa yfir stuðningi við Trump. Trump bar þó sigur úr býtum gegn 16 öðrum frambjóðendum. Mikið hefur verið um mótmæli í Cleveland og hefur lögreglan þurft að stíga á milli fylkinga. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru hundruð manna að mótmæla tilnefningu Trump og kom til átaka á milli fylkinga. Búist er við því að Trump muni halda ræðu á þinginu á fimmtudaginn. Eftir það tekur við kosningabarátta gegn Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Trump fékk ekki leyfi frá Queen til að nota We Are The Champions Margir á því að Freddie Mercury hefði verið á móti nánast öllu sem Donald Trump stendur fyrir. 19. júlí 2016 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald J. Trump er formlega orðinn forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Kjörmenn flokksins hafa í kvöld verið að gera grein fyrir atkvæðum sinna ríkja á flokksþingi Repúblikana og var það sonur Trump, Donald Trump yngri, sem kynnti atkvæðin sem tryggðu Trump þann meirihluta sem hann þurfti. Hann kynnti atkvæði New York, heimaríkis Trump. Ólíklegt var að Trump tækist ekki að bera sigur úr býtum og þá sérstaklega eftir að andstæðingum hans mistókst að fá reglum flokksþingsins breytt á dögunum.Donald Trump, Jr. announces votes of NY's GOP delegates to put his father @realDonaldTrump over the top #RNCinCLE pic.twitter.com/mIusrnQr8C— Jeremy Diamond (@JDiamond1) July 19, 2016 Árangur Trump í forvali flokksins hefur komið mörgum á óvart, en þegar hann tilkynnti framboð sitt voru fáir sem tóku hann alvarlega. Þá hefur hann þótt umdeildur bæði utan og innan Repúblikanaflokksins. Fjöldi þingmanna flokksins hundsuðu flokksþingið og þá hafa einhverjir ekki viljað lýsa yfir stuðningi við Trump. Trump bar þó sigur úr býtum gegn 16 öðrum frambjóðendum. Mikið hefur verið um mótmæli í Cleveland og hefur lögreglan þurft að stíga á milli fylkinga. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru hundruð manna að mótmæla tilnefningu Trump og kom til átaka á milli fylkinga. Búist er við því að Trump muni halda ræðu á þinginu á fimmtudaginn. Eftir það tekur við kosningabarátta gegn Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar í nóvember.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Trump fékk ekki leyfi frá Queen til að nota We Are The Champions Margir á því að Freddie Mercury hefði verið á móti nánast öllu sem Donald Trump stendur fyrir. 19. júlí 2016 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12
Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00
Trump fékk ekki leyfi frá Queen til að nota We Are The Champions Margir á því að Freddie Mercury hefði verið á móti nánast öllu sem Donald Trump stendur fyrir. 19. júlí 2016 15:19