Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2016 16:38 Frá mótmælum í Baton Rouge. vísir/getty Myndin hér að neðan hefur farið eins og eldur í sinu um internetið seinasta sólarhringinn en hún sýnir lögregluna í Baton Rouge í Louisiana handtaka svarta konu sem tók þátt í mótmælum í borginni um helgina. Boðað var til mótmælanna vegna þess að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki.Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 Konan á myndinni heitir Leshia Evans en hún er ein af 120 mótmælendum sem lögreglan í Baton Rouge hefur handtekið seinustu daga, en mótmælin eru skipulögð af grasrótarhreyfingunni Black Lives Matter. Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. „Konan var ekki ógnandi við lögregluna og ég held að þessi mynd sýni vel þessi friðsömu mótmæli sem hafa verið hér. Fólk er mjög reitt og þeim líður mjög illa en enginn hefur beitt ofbeldi,“ segir Bachman en Evans var handtekin vegna þess að hún neitaði að færa sig af götunni þegar lögreglan bað hana um það. Myndinni hefur verið líkt sem goðsagnakenndri og vilja margir meina hún sé ein besta fréttaljósmynd seinustu ára. Evans var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi og var því í fangelsi í um sólarhring.This iconic photo captures the spirit of the movement for black lives in Baton Rouge https://t.co/tDjWWdtyPA— Vox (@voxdotcom) July 11, 2016 'Graceful in the lion's den': Photo of young woman's arrest in Baton Rouge becomes powerful symbol https://t.co/AzKaXlyMw8— Ashley Cusick (@AshleyBCusick) July 11, 2016 Black Lives Matter Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Myndin hér að neðan hefur farið eins og eldur í sinu um internetið seinasta sólarhringinn en hún sýnir lögregluna í Baton Rouge í Louisiana handtaka svarta konu sem tók þátt í mótmælum í borginni um helgina. Boðað var til mótmælanna vegna þess að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki.Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 Konan á myndinni heitir Leshia Evans en hún er ein af 120 mótmælendum sem lögreglan í Baton Rouge hefur handtekið seinustu daga, en mótmælin eru skipulögð af grasrótarhreyfingunni Black Lives Matter. Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. „Konan var ekki ógnandi við lögregluna og ég held að þessi mynd sýni vel þessi friðsömu mótmæli sem hafa verið hér. Fólk er mjög reitt og þeim líður mjög illa en enginn hefur beitt ofbeldi,“ segir Bachman en Evans var handtekin vegna þess að hún neitaði að færa sig af götunni þegar lögreglan bað hana um það. Myndinni hefur verið líkt sem goðsagnakenndri og vilja margir meina hún sé ein besta fréttaljósmynd seinustu ára. Evans var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi og var því í fangelsi í um sólarhring.This iconic photo captures the spirit of the movement for black lives in Baton Rouge https://t.co/tDjWWdtyPA— Vox (@voxdotcom) July 11, 2016 'Graceful in the lion's den': Photo of young woman's arrest in Baton Rouge becomes powerful symbol https://t.co/AzKaXlyMw8— Ashley Cusick (@AshleyBCusick) July 11, 2016
Black Lives Matter Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28
Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48
Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00