Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðræður á milli Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu Breta muni ekki hefjast á þessu ári. Þetta sagði hún á fundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem tók vel undir það og sagði mikilvægt að Bretar komi að samningaborðinu með skýra og skilgreinda samningsstöðu.
Þær May og Merkel funduðu í dag í fyrstu heimsókn May sem forsætisráðherra út fyrir landsteina Bretlands.
May hefur ítrekað beðið um þolinmæði heima fyrir og hún hefur sagt að Brexit þýði Brexit. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði virt.
Samkvæmt AFP fréttaveitunni verða erfiðustu samningaatriðin frjálst flæði fólks til vinnu. Merkel hefur áður varað við því að Bretar muni ekki halda aðgangi sínum að mörkuðum ESB án frelsis fólks til að búa og vinna í Bretlandi. Málefni innflytjenda var eitt helsta deilumál þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní.
Bretar munu ekki ræða Brexit á þessu ári

Tengdar fréttir

Þúsundir Breta vilja evrópsk vegabréf
Þúsundir Breta flykkjast nú að evrópskum sendiráðum til að kanna möguleikann á að fá evrópskt vegabréf í kjölfar þess að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið.

Borgarar ESB ríkja geta ekki gengið að því vísu að fá dvalarleyfi í Bretlandi til langstíma
Dave Davis, sérstakur Brexit-ráðherra Bretlands, gefur vísbendingar um að reglur varðandi langtímadvöld ESB þegna í landinu muni breytast.

Augu allra á Merkel eftir Brexit
Leiðtogi Sósíal demókrata í Þýskalandi og forseti Evrópuþingsins kynntu eftir Brexit kosninguna skjal með 10 efnisatriðum um endurbyggingu Evrópu.

Telur Breta hafa skotið sig í fótinn með útgöngunni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) lækkaði í gær hagvaxtarspá Bretlands fyrir næsta ár. Ástæðan er sú að AGS telur Breta hafa skotið sig í fótinn með því að ákveða að hverfa á brott úr Evrópusambandinu.