Faghópur rammaáætlunar er ósammála verkefnisstjórninni Sveinn Arnarson skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Miklir hagsmunir liggja í því hvort svæði verði nýtt til verndar eða nýtingar. Vísir/Vilhelm Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira