
Vaknið
En smám saman og okkur að óvörum mjakaði sér inn á milli okkar gestur sem boðaði með lipurð undur og stórmerki en við uggðum ekki að okkur og gestrisni okkar varð of opin og gagnrýnilaus. Seint og um síðir hrukkum við upp við ónotalegan draum. Menningar- og menntalestin var farin af sporinu, enginn vissi hvar eða hvenær, en öllum sem vaknað höfðu til fulls varð ljóst að hér hlaut að hafa orðið alvarlegt slys.
Fregnir af þessum atburði hafa smám saman borist með fáeinum vonsviknum ungmennum sem höfðu haft sig við illan leik til baka með sjálfstraustið skaðað.
Þau sögðu sögur af þeim hörðustu sem vildu ekki snúa við heldur börðust áfram fótgangandi í þeirri von að ná þeim glæsta áfangastað sem þá hafði dreymt um og verið heitið. En stærsti hópurinn sat enn örvinglaður í sætum sínum, skimandi og vonaðist eftir að hjálp bærist til að komast til baka.
Um hvað fjallar dæmisagan?
Hvernig eigum við eiginlega að skilja þessa dæmisögu? Um hvað fjallar hún? Hún segir frá fólki sem var uppi hér á Íslandi fyrir löngu sem skildi það alveg í botn, hve áríðandi og bráðnauðsynlegt væri, að öll þjóðin yrði fljúgandi læs. Og það sem fyrst!
Og við trúðum því að þjóðin gæti um alla framtíð verið stolt af þessari visku og framsýni. Ekkert gæti komið í veg fyrir það. Allt fór að óskum lengi vel. Foreldrar, afar, ömmur, og allir sem skildu mikilvægi málsins, lögðu sín þyngstu lóð á þær vogarskálar.
En sagan fjallar enn frekar um ungmennin sem urðu ofurseld stjórnvisku fólks sem vildi sem óðast taka upp nýja siði án þess að þrautreyna hvort breytingarnar yrðu til góðs. Breyttu oft aðallega breytinganna vegna, ekki síst ef þær komu utan að, vildu fylgja tísku og tíðaranda, litu á flest sem gamalt var eins og glerharða útslitna kúskinnsskó!
Gott og vel, sumt gamalt er gamaldags og hætt að eiga við en mjög margt eldgamalt er klassískt - sígilt! Þarna verða fullvita manneskjur að kunna að greina á milli.
Ég væri ekki að taka svona upp í mig ef ekki væri um fátt meira talað en óhugnanlegan lestrarvanda barna fram eftir öllum aldri og það þyrfti nánast að beita klókindum til að fá börn til að lesa, svo leiðinlegt þætti það óskiljanlega mörgum þeirra.
Svo við höldum okkur aðeins lengur við dæmisöguna, fóru nokkrir þeir framsæknustu að setja útá lestrarlestina gömlu. Hún þótti alltof hægfara, farin að ryðga, ekki börnum bjóðandi, við drægjust hratt aftur úr erlendum menningarþjóðum. Það borgaði sig ekki að kosta uppá varastykki í hana. Út með hana!
Allt virtist vera í lagi um tíma, enda heilmiklu fé varið í þessar nýju aðferðir. Kennaramenntunin lengd í fimm ár, samt virtist sem þeir þyrftu eftir það mikla aðstoð ráðgjafa, leiðbeinenda og námskeiða sem hrökk sumsstaðar ekki til. En hvers vegna og hvenær fór lestin út í móa og hverjum er það að kenna?
Og það sem veldur almestu áhyggjunum er:
Hvernig bætum við fyrir þetta lest(r)arslys?
Hljóðlestraraðferðin best?
Ég er einlægur aðdáandi hljóðlestraraðferðarinnar sem Ísak Jónsson færði þjóðinni á silfurfati fyrir níutíu árum. Ég lærði hana undir handleiðslu Ísaks sjálfs þetta eina ár sem nemar með stúdentspróf þurftu til að fá kennararéttindi. Síðan fór ég beint að kenna og kenndi sleitulaust við skólann hans í fjörutíu og fimm ár.
Allan tímann með tvo bekki á dag, og alltaf jafnsátt. Hvaða kosti hefur hljóðlestraraðferðin fram yfir aðrar aðferðir sem ég þekki? Hún er auðlærð fyrir kennara, og þarf ekki nema tvo-þrjá dagparta með leiðsögn til að ná tökum á henni. Hún er full af leikjum, móðurmálsþjálfun og óteljandi tegundum af skapandi vinnubrögðum.
Börnin skemmta sér hið besta ef kennarinn gerir það líka! Og síðast en ekki síst, nú á þessum snauðu tímum, kostar hún ekki neitt.
Ágætar, aðgengilegar bækur flæða yfir okkur úr öllum áttum!
Erlendir vísindamenn sem lengi hafa rannsakað lestraraðferðir og læsi hafa komist að þeirri niðurstöðu að hljóðlestraraðferðin sé besta lestraraðferð sem til er og meira að segja Bandaríkjamenn og Bretar, með sína orðaaðferð fram að þessu, eru nú ásamt miklu fleiri menningarþjóðum farnir að taka hana upp.
Ég ákalla menntamálaráðuneytið, Menntamálastofnun og menntavísindasvið Háskóla Íslands, að taka í alvöru saman höndum til að finna raunverulega lausn á þessum vanda.
Sjálfri finnst mér boginn alltof hátt spenntur í menntun kennara, þar sem svo mikil áhersla er lögð á rannsóknir, greiningar og skimanir, meðan sjálfur grunnurinn undir byggingunni molnar, vegna þess að hornsteinarnir voru fjarlægðir.
Hafi ég misskilið eitthvað eða sært einhvern þykir mér það verra, en ég er svona orðhvöt því mér er heitt í hamsi og ofbýður ástandið.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar