Rússar ánægðastir með dvöl sína hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2016 09:41 Almennt er ferðamenn ánægðir með dvöl sína á Íslandi. Vísir/Pjetur Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru almennt ánægðir með dvölina hér á landi. Þó er nokkur munur á ánægju eftir þjóðerni og lengd dvalar. Rússar eru ánægðastir með dvöl sína hér á landi en þeir sem dvelja styttra eru almennt óánægðari. Þetta kemur fram í Ferðamannapúls Isavia, Ferðamálastofu og Gallup fyrir mánuðina júní og júlí. Fær Ísland meðaleinkunina 85 á skalanum 0-100 sem er svipuð einkunn og mælst hefur framan af ári. Rússneskir ferðamenn gefa Íslandi einkunina 90,8 í meðaleinkunn en Japanir eru hins vegar minnst ánægðir og gefa Íslandi að meðaltali 74 í einkunn.Ánægja ferðamanna með ferð sína til Íslands eftir þjóðerni.Ferðamenn sem dvelja 1-2 nætur gefa lægstu einkunnir í Ferðamannapúlsinum og er ánægja þeirra sem dvelja styst marktækt lægri en þeirra sem dvelja lengur. Meðaleinkunn þeirra sem dvelja í 1-2 nætur er 81 miðað við 87 hjá þeim sem dvelja 5-14 nætur. Ferðamannapúlsinn mælir heildaránægju og heildarupplifun á heimsókn ferðamanna til Íslands og er samstarfsverkefni Gallup, Isavia og Ferðamálastofu. Mælingar hófust í mars á þessu ári og byggja þær á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Púlsinn byggir á fimm spurningum sem allar vigta jafnt og mæla heildaránægju, gestrisni, hversu líklegir ferðamenn séu til að mæla með Íslandi sem áfangastað, uppfyllingu væntinga og hvort ferðin hafi verið peninganna virði.Ánægja ferðamanna eftir lengd dvalar.Hlutur Airbnb eykst Samkvæmt púlsinum sækja fleiri ferðamenn landsbyggðina heim yfir sumartímann en að vetri til. Hlutfall þeirra ferðamanna sem sækir höfuðborgina heim helst stöðugt í kringum 95 prósent en aðrir landshlutar fá mun hærra hlutfall ferðamanna að sumri til. Mestur reyndist munurinn á Norðurlandi og Vestfjörðum þar sem ríflega þrefalt fleiri heimsækja þá landshluta að sumri en að vetri. Að jafnaði segjast ríflega tveir þriðjuhlutar erlendra ferðamanna nýta hótelgistingu í dvöl sinni yfir vetrarmánuðina en samsvarandi hlutfall fer hins vegar niður í 50 prósent yfir sumartímann. Því lækkar hlutfall erlendra ferðamanna sem nýtir sér hótelgistingu um ríflega 16 prósent milli vetrar og sumars. Á sama tíma eykst hlutfall þeirra sem nýtir sér gistingu í heimahúsum (s.s. Airbnb, heimilisskipti og fleira) töluvert og nær upp í 29 prósent, en alls segjast tæplega 22 prósent hafa leigt sér íbúð í gegnum Airbnb. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ástralar ánægðastir samkvæmt Ferðamannapúlsi "Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. 18. maí 2016 22:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru almennt ánægðir með dvölina hér á landi. Þó er nokkur munur á ánægju eftir þjóðerni og lengd dvalar. Rússar eru ánægðastir með dvöl sína hér á landi en þeir sem dvelja styttra eru almennt óánægðari. Þetta kemur fram í Ferðamannapúls Isavia, Ferðamálastofu og Gallup fyrir mánuðina júní og júlí. Fær Ísland meðaleinkunina 85 á skalanum 0-100 sem er svipuð einkunn og mælst hefur framan af ári. Rússneskir ferðamenn gefa Íslandi einkunina 90,8 í meðaleinkunn en Japanir eru hins vegar minnst ánægðir og gefa Íslandi að meðaltali 74 í einkunn.Ánægja ferðamanna með ferð sína til Íslands eftir þjóðerni.Ferðamenn sem dvelja 1-2 nætur gefa lægstu einkunnir í Ferðamannapúlsinum og er ánægja þeirra sem dvelja styst marktækt lægri en þeirra sem dvelja lengur. Meðaleinkunn þeirra sem dvelja í 1-2 nætur er 81 miðað við 87 hjá þeim sem dvelja 5-14 nætur. Ferðamannapúlsinn mælir heildaránægju og heildarupplifun á heimsókn ferðamanna til Íslands og er samstarfsverkefni Gallup, Isavia og Ferðamálastofu. Mælingar hófust í mars á þessu ári og byggja þær á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Púlsinn byggir á fimm spurningum sem allar vigta jafnt og mæla heildaránægju, gestrisni, hversu líklegir ferðamenn séu til að mæla með Íslandi sem áfangastað, uppfyllingu væntinga og hvort ferðin hafi verið peninganna virði.Ánægja ferðamanna eftir lengd dvalar.Hlutur Airbnb eykst Samkvæmt púlsinum sækja fleiri ferðamenn landsbyggðina heim yfir sumartímann en að vetri til. Hlutfall þeirra ferðamanna sem sækir höfuðborgina heim helst stöðugt í kringum 95 prósent en aðrir landshlutar fá mun hærra hlutfall ferðamanna að sumri til. Mestur reyndist munurinn á Norðurlandi og Vestfjörðum þar sem ríflega þrefalt fleiri heimsækja þá landshluta að sumri en að vetri. Að jafnaði segjast ríflega tveir þriðjuhlutar erlendra ferðamanna nýta hótelgistingu í dvöl sinni yfir vetrarmánuðina en samsvarandi hlutfall fer hins vegar niður í 50 prósent yfir sumartímann. Því lækkar hlutfall erlendra ferðamanna sem nýtir sér hótelgistingu um ríflega 16 prósent milli vetrar og sumars. Á sama tíma eykst hlutfall þeirra sem nýtir sér gistingu í heimahúsum (s.s. Airbnb, heimilisskipti og fleira) töluvert og nær upp í 29 prósent, en alls segjast tæplega 22 prósent hafa leigt sér íbúð í gegnum Airbnb.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ástralar ánægðastir samkvæmt Ferðamannapúlsi "Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. 18. maí 2016 22:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ástralar ánægðastir samkvæmt Ferðamannapúlsi "Það verður áhugavert að sjá í sumar hvort meiri ferðamannafjöldi dragi úr ánægju“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi. 18. maí 2016 22:42