Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir árekstur við steypubíl fyrir hádegi í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru tildrög slyssins óljós en áreksturinn átti sér stað á Bakkavegi, skammt frá Voðmúlastöðum, í Rangárvallasýslu. Voru ferðamennirnir tveir á ferð í fólksbíl.
Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli þeirra eru en rétt þótti að flytja báða ferðamennina með þyrlu af slysstað.

