Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir árekstur við steypubíl fyrir hádegi í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru tildrög slyssins óljós en áreksturinn átti sér stað á Bakkavegi, skammt frá Voðmúlastöðum, í Rangárvallasýslu. Voru ferðamennirnir tveir á ferð í fólksbíl.
Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli þeirra eru en rétt þótti að flytja báða ferðamennina með þyrlu af slysstað.
Ferðamenn fluttir með þyrlu eftir árekstur við steypubíl
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
