Söguleg stund í Bari er dómari á vegum FIFA notaði myndbandsupptöku í fyrsta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 07:30 Björn Kuipers fékk aðstoð utan vallar. vísir/getty Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi. Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi.
Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41