Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sóttist hann eftir fyrsta sætinu en beið lægri hlut fyrir formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem hlaut afgerandi kosningu.
Þessu lýsti Höskuldur yfir eftir að niðurstöður kosningarinnar um efsta sæti listans lági fyrir. Fékk Sigmundur 170 atkvæði, Þórunn 39 atkvæði, Höskuldur 24 atkvæði og Líneik 2.
Líneik Anna Sævarsdóttir, sem fékk tvö atkvæði í kosningunni, lýsti því yfir að hún myndi ekki sækjast eftir öðru sætinu og Hjálmar Bogi Hafliðason, sem sóttist eftir öðru sætinu, gerði slíkt hið saman. Var því Þórunn Egilsdóttir sjálfkjörinn í það sæti.

