Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2016 15:30 Vísir/AFP Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra. MH17 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra.
MH17 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira