Bíllinn fór í loftköstum út í á en hélst á hjólunum. Til allrar mildi voru stúlkurnar allar í öryggisbeltum.
Sú sem að ók hafði fengið ökuskírteinið sitt í apríl og ekki ekið mikið síðan. Kvaðst hún hafa fylgt leiðbeiningum frá „Google Maps“ en samt endað út í ánni að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Nægir í því samhengi að nefna Íslandsvininn Noel, sem lenti ætlaði að gista á Hótel Frón á Laugavegi í febrúar en endaði á Siglufirði og bandaríska parið sem ætlaði í Þórsmörk en endaði í Borgarfirði, en lesa má um þau hér að neðan.