Langflestir rannsakendur vildu að Clinton yrði ákærð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, var ekki ákærð fyrir þátt sinn í vísir/epa Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00