„Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2016 12:37 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir með að vera kennt um að mál fengi ekki framgang á þingi. Vísir/Anton/Ernir „Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka? Það virðist vera sem svo að allt sem hafi misfarist sé okkur að kenna,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata á þingi í dag. Tilefnið voru ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hafði kennt stjórnarandstöðunni um að illa gengi að klára mikilvæg mál. „Það er með ólíkindum að hafa orðið vitni að því hvernig stjórnarandstaðan hefur lagst gegn mjög stórum hagsmunamálum alveg sérstaklega hér í lok þings,“ sagði Jón og nefndi jöfnun lífeyrisréttinda, frumvarp um raflínur til að Bakka, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem dæmi um málefni sem stjórnarandstaðan hefði staðið í vegi fyrir að næðu í gegn. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sammála og kom Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól en hafði þó ekki mörg orð um ræðu Jóns. „Þetta er svo mikið leikrit að mér blöskrar. Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta,“ sagði Halldóra. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaðir Bjartrar framtíðar, var ekki sátt við ummæli Jóns og sagði að hvorki hann né aðrir þingmenn vissu hvernig hún myndi haga atkvæði sínu í Bakkamálinu, hefði það komið til þings en ríkisstjórnin dró frumvarp sitt um raflínur að Bakka til baka í dag. Þá sagði hún fráleitt að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir jöfnun lífeyrisréttinda. „Það er með ólíkindum að heyra því haldið fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir því máli. Ég held að stjórnarandstaðan hafi verið meira áfram um að klára það mál en fulltrúar meirihlutans,“ sagði Brynhildur. Alþingi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka? Það virðist vera sem svo að allt sem hafi misfarist sé okkur að kenna,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata á þingi í dag. Tilefnið voru ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hafði kennt stjórnarandstöðunni um að illa gengi að klára mikilvæg mál. „Það er með ólíkindum að hafa orðið vitni að því hvernig stjórnarandstaðan hefur lagst gegn mjög stórum hagsmunamálum alveg sérstaklega hér í lok þings,“ sagði Jón og nefndi jöfnun lífeyrisréttinda, frumvarp um raflínur til að Bakka, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem dæmi um málefni sem stjórnarandstaðan hefði staðið í vegi fyrir að næðu í gegn. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sammála og kom Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól en hafði þó ekki mörg orð um ræðu Jóns. „Þetta er svo mikið leikrit að mér blöskrar. Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta,“ sagði Halldóra. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaðir Bjartrar framtíðar, var ekki sátt við ummæli Jóns og sagði að hvorki hann né aðrir þingmenn vissu hvernig hún myndi haga atkvæði sínu í Bakkamálinu, hefði það komið til þings en ríkisstjórnin dró frumvarp sitt um raflínur að Bakka til baka í dag. Þá sagði hún fráleitt að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir jöfnun lífeyrisréttinda. „Það er með ólíkindum að heyra því haldið fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir því máli. Ég held að stjórnarandstaðan hafi verið meira áfram um að klára það mál en fulltrúar meirihlutans,“ sagði Brynhildur.
Alþingi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira