Hafa ekki tölu á þeim fjölmiðlum sem hafa haft samband Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2016 19:57 Hátt í fjörutíu erlendir fréttamenn fylgdu Birgittu Jónsdóttur á kjörstað í dag og munu fylgjast með úrslitum kosninganna á kosningavöku Pírata í kvöld. Jón Þórisson hefur verið tengiliður erlendra fjölmiðla við Pírata síðustu daga og segist ekki hafa tölu á þeim fjölmiðlum sem hafa haft samband. „Það eru um fimmtíu fjölmiðlar á landinu, blaðamenn og fréttamenn, en mun fleiri hafa tekið síma- og Skypeviðtöl við frambjóðendur Pírata,“ segir hann og bætir við að erlendu fjölmiðlarnir hafi einnig haft áhuga á að tala við aðra stjórnmálamenn en fátt sé um svör. „Við höfum verið spurð hvernig hægt sé að ná í íslenska ráðamenn, því erlendir blaðamenn virðast ekki ná tali af hvorki Bjarna Ben né Sigmundi Davíð.“ Jón Þórisson hefur verið önnum kafinn við að svara erlendum fjölmiðlum.vísir/skjáskotLýðræðishugmyndir Pírata og þátttaka ungs fólks í flokknum er það sem fyrst og fremst vekur áhuga erlendra fréttamanna. „Margir sem tala við okkur segja að hér gæti eitthvað verið að fæðast sem gæti haft mikil áhrif á stjórnmál annars staðar í heiminum,“ segir Jón. Fyrirsagnir virtra fjölmiðla víðs vegar um heiminn eru á þá leið að Ísland gæti orðið fyrsta ríkið til að vera stjórnað af Pírötum. Að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gegnsæi og afglæpavæðingu eiturlyfja eigi góðan möguleika á að komast í ríkisstjórn. Anna Gaarslev, fréttamaður Danmarks Radio, segir Panamaskjölin vissulega hafa vakið áhuga heimsbyggðarinnar á íslenskum stjórnmálum en að vinsældir Pírataflokksins í kjölfarið sé ástæðan fyrir komu þeirra til landsins. „Þetta er það nýja á þessu ári, Pírataflokkurinn. Þetta er þróun sem hefur borist til Íslands, tilhneiging sem við sjáum í svo mörgum öðrum löndum. Í Evrópu sjáum við til dæmis Fimm stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, og Podemos á Spáni. Þetta eru flokkar sem segja: Ættum við ekki að gera þetta öðruvísi? Gerum eitthvað nýtt. Valdapólitíkin er dauð,“ segir fréttamaðurinn danski. Kosningar 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Hátt í fjörutíu erlendir fréttamenn fylgdu Birgittu Jónsdóttur á kjörstað í dag og munu fylgjast með úrslitum kosninganna á kosningavöku Pírata í kvöld. Jón Þórisson hefur verið tengiliður erlendra fjölmiðla við Pírata síðustu daga og segist ekki hafa tölu á þeim fjölmiðlum sem hafa haft samband. „Það eru um fimmtíu fjölmiðlar á landinu, blaðamenn og fréttamenn, en mun fleiri hafa tekið síma- og Skypeviðtöl við frambjóðendur Pírata,“ segir hann og bætir við að erlendu fjölmiðlarnir hafi einnig haft áhuga á að tala við aðra stjórnmálamenn en fátt sé um svör. „Við höfum verið spurð hvernig hægt sé að ná í íslenska ráðamenn, því erlendir blaðamenn virðast ekki ná tali af hvorki Bjarna Ben né Sigmundi Davíð.“ Jón Þórisson hefur verið önnum kafinn við að svara erlendum fjölmiðlum.vísir/skjáskotLýðræðishugmyndir Pírata og þátttaka ungs fólks í flokknum er það sem fyrst og fremst vekur áhuga erlendra fréttamanna. „Margir sem tala við okkur segja að hér gæti eitthvað verið að fæðast sem gæti haft mikil áhrif á stjórnmál annars staðar í heiminum,“ segir Jón. Fyrirsagnir virtra fjölmiðla víðs vegar um heiminn eru á þá leið að Ísland gæti orðið fyrsta ríkið til að vera stjórnað af Pírötum. Að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gegnsæi og afglæpavæðingu eiturlyfja eigi góðan möguleika á að komast í ríkisstjórn. Anna Gaarslev, fréttamaður Danmarks Radio, segir Panamaskjölin vissulega hafa vakið áhuga heimsbyggðarinnar á íslenskum stjórnmálum en að vinsældir Pírataflokksins í kjölfarið sé ástæðan fyrir komu þeirra til landsins. „Þetta er það nýja á þessu ári, Pírataflokkurinn. Þetta er þróun sem hefur borist til Íslands, tilhneiging sem við sjáum í svo mörgum öðrum löndum. Í Evrópu sjáum við til dæmis Fimm stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, og Podemos á Spáni. Þetta eru flokkar sem segja: Ættum við ekki að gera þetta öðruvísi? Gerum eitthvað nýtt. Valdapólitíkin er dauð,“ segir fréttamaðurinn danski.
Kosningar 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira