Leiðtogar Evrópu sammála um að refsa Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 23:38 Nigel Farage, Mariane Le Pen og Theresa May. Vísir/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins eru sammála um að sýna Englandi enga miskunn þegar kemur að úrsögn þeirra úr ESB. Það sé eina leiðin til að sporna gegn upprisu popúlista í Evrópu og halda ESB saman. Bretar verði að sætta sig við frjálst flæði fólks. Svokallaðar popúlistahreyfingar eru þegar á miklu róli í Frakklandi, Hollandi og víðar. Til dæmis Marine Le Pen, leiðtogi National Front í Frakklandi staðið vel að vígi í skoðanakönnunum. Leiðtogar ESB óttast að hún gæti unnið óvæntan sigur eins og Donald Trump og forsvarsmenn Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. ESB óttast að ef Bretar fái góðan samning við sambandið gæti það hvatt önnur ríki til að segja sig einnig úr ESB.Nigel Farage, einn forsvarsmanna Brexit og starfandi formaður UKIP, hefur varað leiðtoga ESB við því að vinni Le Pen, sé Evrópusambandið úr sögunni. BBC sagði frá því í kvöld að 60 þingmenn íhaldsmanna hefðu kallað eftir því að Bretar yfirgefi sameiginlegan markað og tollasamband ESB. Aðrir þingmenn eru hins vegar að kalla eftir því að Theresa May, forsætisráðherra, felli niður áfrýjun varðandi dómsúrskurð sem segir til um að þingmenn verði að kjósa um Brexit áður en af verður. Þingmennirnir 60, Íhaldsflokkurinn er í heildina með 328 þingmenn, segja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní sýni greinilega að Bretland geti ekki verið utan ESB og í senn hluti af sameiginlega markaðinum eins og Noregur og Ísland. Allt minna en að slíta Bretland frá ESB að fullu væru svik við kjósendur.Skotar andvígir sambandsslitumNicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í síðasta mánuði eftir því að Skotar myndu áfram vera aðilar sameiginlegum markaði ESB, jafnvel þó að aðrir hlutar Bretlands myndu slíta sig frá sambandinu. Hún sagði þó að hún hefði ekki fengið nein svör.Sturgeon hefur sagt að hún sé tilbúin til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um sjálfstæði frá Bretlandi ef Skotar fái ekki að vera áfram innan sameiginlega markaðarins. Yfirvöld í Skotlandi hafa þegar samið frumvarp um nýja atkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti Skota kaus að vera áfram innan ESB í sumar og árið 2014 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Bretlandi. Þá var niðurstaðan sú að 55,3 prósent vildu að Skotland yrði áfram hluti af Bretlandi og 44,7 prósent voru á móti því. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s 4. nóvember 2016 07:00 Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun Ríkisstjórn Bretlands er sundruð varðandi útgönguna úr ESB. 15. nóvember 2016 10:21 Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 6. nóvember 2016 13:36 May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta. 4. nóvember 2016 08:13 Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar Yfirvöld í Skotlandi vilja meina að skoska þingið eigi einnig að staðfesta Brexit áður en af verður. 8. nóvember 2016 12:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins eru sammála um að sýna Englandi enga miskunn þegar kemur að úrsögn þeirra úr ESB. Það sé eina leiðin til að sporna gegn upprisu popúlista í Evrópu og halda ESB saman. Bretar verði að sætta sig við frjálst flæði fólks. Svokallaðar popúlistahreyfingar eru þegar á miklu róli í Frakklandi, Hollandi og víðar. Til dæmis Marine Le Pen, leiðtogi National Front í Frakklandi staðið vel að vígi í skoðanakönnunum. Leiðtogar ESB óttast að hún gæti unnið óvæntan sigur eins og Donald Trump og forsvarsmenn Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. ESB óttast að ef Bretar fái góðan samning við sambandið gæti það hvatt önnur ríki til að segja sig einnig úr ESB.Nigel Farage, einn forsvarsmanna Brexit og starfandi formaður UKIP, hefur varað leiðtoga ESB við því að vinni Le Pen, sé Evrópusambandið úr sögunni. BBC sagði frá því í kvöld að 60 þingmenn íhaldsmanna hefðu kallað eftir því að Bretar yfirgefi sameiginlegan markað og tollasamband ESB. Aðrir þingmenn eru hins vegar að kalla eftir því að Theresa May, forsætisráðherra, felli niður áfrýjun varðandi dómsúrskurð sem segir til um að þingmenn verði að kjósa um Brexit áður en af verður. Þingmennirnir 60, Íhaldsflokkurinn er í heildina með 328 þingmenn, segja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní sýni greinilega að Bretland geti ekki verið utan ESB og í senn hluti af sameiginlega markaðinum eins og Noregur og Ísland. Allt minna en að slíta Bretland frá ESB að fullu væru svik við kjósendur.Skotar andvígir sambandsslitumNicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í síðasta mánuði eftir því að Skotar myndu áfram vera aðilar sameiginlegum markaði ESB, jafnvel þó að aðrir hlutar Bretlands myndu slíta sig frá sambandinu. Hún sagði þó að hún hefði ekki fengið nein svör.Sturgeon hefur sagt að hún sé tilbúin til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um sjálfstæði frá Bretlandi ef Skotar fái ekki að vera áfram innan sameiginlega markaðarins. Yfirvöld í Skotlandi hafa þegar samið frumvarp um nýja atkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti Skota kaus að vera áfram innan ESB í sumar og árið 2014 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Bretlandi. Þá var niðurstaðan sú að 55,3 prósent vildu að Skotland yrði áfram hluti af Bretlandi og 44,7 prósent voru á móti því.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s 4. nóvember 2016 07:00 Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun Ríkisstjórn Bretlands er sundruð varðandi útgönguna úr ESB. 15. nóvember 2016 10:21 Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 6. nóvember 2016 13:36 May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta. 4. nóvember 2016 08:13 Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar Yfirvöld í Skotlandi vilja meina að skoska þingið eigi einnig að staðfesta Brexit áður en af verður. 8. nóvember 2016 12:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00
Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s 4. nóvember 2016 07:00
Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun Ríkisstjórn Bretlands er sundruð varðandi útgönguna úr ESB. 15. nóvember 2016 10:21
Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00
May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 6. nóvember 2016 13:36
May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta. 4. nóvember 2016 08:13
Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar Yfirvöld í Skotlandi vilja meina að skoska þingið eigi einnig að staðfesta Brexit áður en af verður. 8. nóvember 2016 12:58