Bjartsýni ríkir eftir fundarhöld flokkanna fimm Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2016 17:58 Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira