Ofurtunglið verður ekkert kvikmyndatungl Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 13:30 Tunglið er fallegt og heillandi. Stundum er það stórt, stundum er það lítið, stundum er það eins og appelsína og stundum eins og banani. Vísir heyrði í Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, varðandi ofurtunglið sem mun birtast landsmönnum á morgun. Á vef Guardian er sagt að tunglið verði það stærsta í 68 ár og þeir sem ekki eru komnir á eftirlaunaaldur munu aldrei hafa séð jafn stórt og bjart tungl. Vísir bar þetta undir Sævar sem segir að fólk muni ekki sjá mikinn mun á ofurtunglinu og fulla tunglinu sem verður t.a.m. í næsta mánuði. „Þetta er eins og munurinn á 15 tommu og 16 tommu pítsu. Maður sér muninn ef þær eru hlið við hlið.“ segir Sævar og bendir á að tunglið verði ekki eins og ofurtunglin sem við sjáum í kvikmyndunum. „Þetta er eitthvað sem gerist á hverju einasta ári en núna hefur fullt tungl, eins og það er á morgun, ekki verið nær okkur síðan í janúar 1948. Þá verður það 48 km nær okkur heldur en það var þá. Munurinn á minnsta og fjarlægasta fulla tungli ársins og svo stærsta og nálægasta er svo hverfandi lítill að það tekur enginn eftir muninum.“ Vísir hafði samband við veðurfræðing sem sagði að það verði skýjað á landinu annað kvöld en þó nokkrar glufur verða einnig. Þá verður skyggni best á norður og austurlandi. Sævar Helgi bendir samt sem áður á að tunglið sé alltaf fallegt og hvetur hann landsmenn til að líta sem oftast til tunglisins og njóta þess að horfa á það. Hægt er að lesa grein um ofurtunglið eftir Sævar á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélagsins. Veður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Tunglið er fallegt og heillandi. Stundum er það stórt, stundum er það lítið, stundum er það eins og appelsína og stundum eins og banani. Vísir heyrði í Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, varðandi ofurtunglið sem mun birtast landsmönnum á morgun. Á vef Guardian er sagt að tunglið verði það stærsta í 68 ár og þeir sem ekki eru komnir á eftirlaunaaldur munu aldrei hafa séð jafn stórt og bjart tungl. Vísir bar þetta undir Sævar sem segir að fólk muni ekki sjá mikinn mun á ofurtunglinu og fulla tunglinu sem verður t.a.m. í næsta mánuði. „Þetta er eins og munurinn á 15 tommu og 16 tommu pítsu. Maður sér muninn ef þær eru hlið við hlið.“ segir Sævar og bendir á að tunglið verði ekki eins og ofurtunglin sem við sjáum í kvikmyndunum. „Þetta er eitthvað sem gerist á hverju einasta ári en núna hefur fullt tungl, eins og það er á morgun, ekki verið nær okkur síðan í janúar 1948. Þá verður það 48 km nær okkur heldur en það var þá. Munurinn á minnsta og fjarlægasta fulla tungli ársins og svo stærsta og nálægasta er svo hverfandi lítill að það tekur enginn eftir muninum.“ Vísir hafði samband við veðurfræðing sem sagði að það verði skýjað á landinu annað kvöld en þó nokkrar glufur verða einnig. Þá verður skyggni best á norður og austurlandi. Sævar Helgi bendir samt sem áður á að tunglið sé alltaf fallegt og hvetur hann landsmenn til að líta sem oftast til tunglisins og njóta þess að horfa á það. Hægt er að lesa grein um ofurtunglið eftir Sævar á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélagsins.
Veður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira