Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn Víglundsson situr í málefnahópi um efnahagsmál fyrir Viðreisn. Þá situr Steingrímur J. Sigfússon í hópnum fyrir hönd Vinstri grænna. Vísir/Ernir/Stefán „Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
„Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28