Sjáðu jökulinn hopa: Jökulsárlón breytist sífellt hraðar í fjörð Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2016 11:00 Hlýr sjór flæðir inn í lónið og bræði jaka og jökulinn hraðar. Vísir/Valgarður Náttúruperlan Jökulsárlón kom fyrst í ljós á fjórða áratug síðustu aldar, þegar jökullinn fór að hopa í kjölfar litlu ísaldarinnar svokölluðu. Jökullinn hefur sífellt hopað síðan en einstaklega hratt á síðustu tíu árum. Á endanum verður lónið, sem er það dýpsta á Íslandi, að löngum firði. Um árið 1890 var jökullinn yfir lóninu einungis um 250 metra frá sjónum. Svo sást lónið fyrst 1934 og hefur það verið að vaxa síðan. Nú nær það einhverja sjö til átta kílómetra frá sjónum, en það gæti á endanum orðið um 25 kílómetra langt og fimm kílómetra breitt. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir hopið hafa verið sérstaklega hratt frá árinu 1995. Stækkun Jökulsárlóns séu greinilegustu ummerkin um hlýnun á Íslandi. Það sé þó meira en hlýrra loftslag sem spili inn í þar sem hlýr sjór kemst einnig inn í lónið á flóði. „Það sem gerist er að jökullinn streymir þarna niður í lón og það brotnar stöðugt af honum. Jökullinn hefur ekki undan því að bæta upp það sem brotnar af og þess vegna hopar hann. Allir jakar sem brotna þarna af sigla bara á lóninu og bráðna svo að lokum,“ segir Helgi. Sjá einnig: Sjáðu hvernig Ísland og jörðin hefur breyst á 32 árum. Hér má sjá hvernig jökullinn hefur hopað af lóninu á síðustu 32 árum. Búið er að mæla hvað lónið nær langt undir jökulinn. Frá brúnni yfir Jökulsá er landið undir jöklinum tvö til þrjú hundruð metra undir sjávarmáli í mjórri rennu, sem er um fimm kílómetra breið, alla leið upp undir fjöllin. Sú leið er um 25 kílómetrar. „Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi,“ segir Helgi. Hann segir að væntanlega muni ekkert stöðva þessa þróun. Það sé vonlaust fyrir jökulinn að halda í við það sem brotnar framan af honum. „Væntanlega verður 25 kílómetra langur fjörður þarna inn eftir.“ Hann bætir þó við að líklegast verði þó renna sem loki honum við sjóinn, eins og hún er í dag. Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Náttúruperlan Jökulsárlón kom fyrst í ljós á fjórða áratug síðustu aldar, þegar jökullinn fór að hopa í kjölfar litlu ísaldarinnar svokölluðu. Jökullinn hefur sífellt hopað síðan en einstaklega hratt á síðustu tíu árum. Á endanum verður lónið, sem er það dýpsta á Íslandi, að löngum firði. Um árið 1890 var jökullinn yfir lóninu einungis um 250 metra frá sjónum. Svo sást lónið fyrst 1934 og hefur það verið að vaxa síðan. Nú nær það einhverja sjö til átta kílómetra frá sjónum, en það gæti á endanum orðið um 25 kílómetra langt og fimm kílómetra breitt. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir hopið hafa verið sérstaklega hratt frá árinu 1995. Stækkun Jökulsárlóns séu greinilegustu ummerkin um hlýnun á Íslandi. Það sé þó meira en hlýrra loftslag sem spili inn í þar sem hlýr sjór kemst einnig inn í lónið á flóði. „Það sem gerist er að jökullinn streymir þarna niður í lón og það brotnar stöðugt af honum. Jökullinn hefur ekki undan því að bæta upp það sem brotnar af og þess vegna hopar hann. Allir jakar sem brotna þarna af sigla bara á lóninu og bráðna svo að lokum,“ segir Helgi. Sjá einnig: Sjáðu hvernig Ísland og jörðin hefur breyst á 32 árum. Hér má sjá hvernig jökullinn hefur hopað af lóninu á síðustu 32 árum. Búið er að mæla hvað lónið nær langt undir jökulinn. Frá brúnni yfir Jökulsá er landið undir jöklinum tvö til þrjú hundruð metra undir sjávarmáli í mjórri rennu, sem er um fimm kílómetra breið, alla leið upp undir fjöllin. Sú leið er um 25 kílómetrar. „Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi,“ segir Helgi. Hann segir að væntanlega muni ekkert stöðva þessa þróun. Það sé vonlaust fyrir jökulinn að halda í við það sem brotnar framan af honum. „Væntanlega verður 25 kílómetra langur fjörður þarna inn eftir.“ Hann bætir þó við að líklegast verði þó renna sem loki honum við sjóinn, eins og hún er í dag.
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira