Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Þorgeir Helgason skrifar 3. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fól Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum í gær. Vísir/Eyþór „Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
„Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira