Bein útsending: Þjóðin sameinast í söng klukkan 11:15 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2016 11:00 Samsöngur í Laugarnesskóla. Vísir Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira