Áætlun um að leyfa breskum ríkisborgurum að halda ríkisborgararétti sínum sem þegnar Evrópusambandsins eftir Brexit verður hugsanlega einn af möguleikunum sem sambandið mun bjóða Bretum upp á í komandi útgönguviðræðum í mars.
Guardian greinir frá og er þetta haft eftir Guy Verhofstadt, en hann verður aðal samningamaður ESB í viðræðunum fyrir hönd Evrópuþingsins.
Hugmyndina átti fyrstur Charles Goerens , þingmaður Evrópuþingsins en hann lagði til að ríkisborgarar fyrrum ESB ríkja ættu að eiga rétt á því að halda ríkisborgararétt sínum innan ESB ef þeir svo kysu. Það myndi þýða að þeir ættu enn kost á því að ferðast og búa í álfunni án vandkvæða.
Sjá einnig: Breska þingið samþykkti Brexit
Verhofstadt hefur sagt að það sé mikilvægt að þessi hugmynd verði upp á borðum í komandi samningaviðræðum við bresk yfirvöld.
Lagði hann áherslu á að það myndi taka of langan tíma að ætla að breyta stofnsáttmála Evrópusambandsins til þess að innleiða þennan möguleika og því þyrfti Evrópuþingið að ræða þennan möguleika um leið og Bretar virkja 50.grein Lissabon-sáttmálans í mars.
Það verður á þeim tíma sem stefnumótunarvinna sambandsins vegna útgöngu Breta mun hefjast fyrir alvöru.
Slík tillaga þarfnast hins vegar ekki einungis samþykki Evrópuþingsins heldur þurfa aðildarríki sambandsins einnig að samþykkja hana.
Bretum mögulega boðið að halda ferðafrelsi sínu innan ESB
Tengdar fréttir

Myndi kljúfa Bretland í fjóra parta
Stjórnin í Wales segir að yfirgefi Bretland Evrópusambandið sé brotið gegn lögum um heimastjórn Wales, Skotlands og Norður-Írlands. Málflutningi fyrir Hæstarétti um útgönguna er nú lokið. Breska þingið lagði blessun sína yfir tímaá

Bretar fá mjög lítinn tíma til að semja við Evrópusambandið
Bretar fá innan við átján mánuði til að semja við Evrópusambandið um útgöngu, fari svo að bresk stjórnvöld virki útgönguákvæði sáttmála sambandsins.

Breska þingið samþykkir Brexit
Breska ríkisstjórnin getur nú hafið útgönguferlið í mars.