Obama sagði í viðtali CNN, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að hann hefði fulla trú á því að sýn hans á Bandaríkin hefði enn hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar.
„Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama.
Sjá einnig: Obama: Ég hefði getað sigrað aftur
Þessu er Donald Trump hjartanlega ósammála. „Obama segir að hann telji sig hafa getað unnið mig. Hann getur alveg sagt það en ég segi EKKI FRÆÐILEGUR! (e. no way!) - störf flytjast úr landi, ISIS, Obamacare o.s.frv.“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína.
President Obama said that he thinks he would have won against me. He should say that but I say NO WAY! - jobs leaving, ISIS, OCare, etc.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016
Hann baunaði þó ekki einungis á forvera sinn á Twitter í kvöld. Sameinuðu þjóðirnar fengu að sama skapi að kenna á lyklaborði Trumps. Tístið, sem sjá má hér að neðan, má að öllum líkindum rekja til ályktunar Öryggisráðs SÞ gegn landnemabyggðum Ísraela.
The United Nations has such great potential but right now it is just a club for people to get together, talk and have a good time. So sad!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016