Enn tekist á um lífeyrissjóðsfrumvarpið á lokametrunum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:41 Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira