Sláandi myndband frá slysstaðnum í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2017 17:00 Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46