Af hverju rafmagn í samgöngur? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun