Vill ekki sjá skattgreiðendur enda með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra Ásgeir Erlendsson skrifar 9. mars 2017 19:52 Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira