Vill ekki sjá skattgreiðendur enda með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra Ásgeir Erlendsson skrifar 9. mars 2017 19:52 Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira