Kvartað yfir samskiptaleysi eftir 16 tíma töf á flugi WOW Air frá Berlín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 12:04 Farþegar voru ekki ánægðir með upplýsingaflæði frá flugfélaginu. vísir/vilhelm Miklar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í dag og í nótt, ef marka má tíst á Twitter síðu Fanneyjar Birnu Jónsdóttir, fjölmiðlakonu, þar sem kemur fram mikil seinkun hafi orðið á flugi hennar með WOW Air, til Keflavíkur, frá Berlín. Flug Fanneyjar átti að fara frá Berlín klukkan 11:25 í gærnótt, en hefur nú verið frestað til klukkan 15:30 í dag. Miðað við upplýsingar Keflavíkurflugvallar er reiknað með að flugvélin lendi klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Í tístum Fanneyjar kemur fram að flugi hennar hafi verið seinkað um þrjá tíma, áður en því hafi verið seinkað aftur, eftir að farþegar voru komnir um borð í vélina. Loks hafi fluginu verið frestað í ótilgreindan tíma, en kvartar Fanney yfir því að engar upplýsingar hafi borist farþegum, þar til að staðfest hafi verið að fluginu yrði seinkað um 16 tíma. Af tístum Fanneyjar má ráða að farþegar séu óánægðir með samskiptaleysið. Ljóst er að fleiri farþegar WOW Air eru í vandræðum, en á Twitter síðu þeirra má sjá að farþegar sem eru á leið frá Montreal til Amsterdam, kvarta sáran yfir því að flugi þeirra hafi verið aflýst. Í svörum til farþega á Twitter, bendir flugfélagið á atvikið sem varð á Keflavíkurflugvelli í gær, þar sem flugvél Primera Air rann út af flugbrautinni, svo að loka þurfti flugvellinum og fljúga aðkomandi flugvélum annað. Ljóst er að nokkrar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í morgun, vegna þessa. Ekki náðist í Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við vinnslu fréttarinnar.3 tímar í seinkun. Inní vél. Út aftur. 3 tíma seinkun í viðbót. Feeling: @SoliHolm— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @fanneybj 16 tíma seinkun staðfest. Ekkert hótel, enginn matur. 100% líkur á að einhver fari teipaður við sætið til baka.— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @Eliza_Nguyen Dear Eliza. This is due to unforeseen circumstances at KEF airport and we are doing everything in our power to minimize... 1/3— WOW air Support (@wowairsupport) April 29, 2017 Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Miklar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í dag og í nótt, ef marka má tíst á Twitter síðu Fanneyjar Birnu Jónsdóttir, fjölmiðlakonu, þar sem kemur fram mikil seinkun hafi orðið á flugi hennar með WOW Air, til Keflavíkur, frá Berlín. Flug Fanneyjar átti að fara frá Berlín klukkan 11:25 í gærnótt, en hefur nú verið frestað til klukkan 15:30 í dag. Miðað við upplýsingar Keflavíkurflugvallar er reiknað með að flugvélin lendi klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Í tístum Fanneyjar kemur fram að flugi hennar hafi verið seinkað um þrjá tíma, áður en því hafi verið seinkað aftur, eftir að farþegar voru komnir um borð í vélina. Loks hafi fluginu verið frestað í ótilgreindan tíma, en kvartar Fanney yfir því að engar upplýsingar hafi borist farþegum, þar til að staðfest hafi verið að fluginu yrði seinkað um 16 tíma. Af tístum Fanneyjar má ráða að farþegar séu óánægðir með samskiptaleysið. Ljóst er að fleiri farþegar WOW Air eru í vandræðum, en á Twitter síðu þeirra má sjá að farþegar sem eru á leið frá Montreal til Amsterdam, kvarta sáran yfir því að flugi þeirra hafi verið aflýst. Í svörum til farþega á Twitter, bendir flugfélagið á atvikið sem varð á Keflavíkurflugvelli í gær, þar sem flugvél Primera Air rann út af flugbrautinni, svo að loka þurfti flugvellinum og fljúga aðkomandi flugvélum annað. Ljóst er að nokkrar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í morgun, vegna þessa. Ekki náðist í Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við vinnslu fréttarinnar.3 tímar í seinkun. Inní vél. Út aftur. 3 tíma seinkun í viðbót. Feeling: @SoliHolm— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @fanneybj 16 tíma seinkun staðfest. Ekkert hótel, enginn matur. 100% líkur á að einhver fari teipaður við sætið til baka.— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @Eliza_Nguyen Dear Eliza. This is due to unforeseen circumstances at KEF airport and we are doing everything in our power to minimize... 1/3— WOW air Support (@wowairsupport) April 29, 2017
Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira