Veðurstofa Bretlands hefur gefið út viðvörun vegna veðursins en snjókoman gæti haft áhrif á færð á vegum.
Kalt verður í veðri á öllu Bretlandi fram að helgi og ekki ólíklegt að það muni snjóa í fleiri stöðum en á norðanverðu landinu.
Graham Madge, veðurfræðingur, sagði í samtali við Telegraph að orsökin fyrir kuldakastinu væri kalt heimskautaloft sem streymdi að norðan.
Marsmánuður var afar mildur í Bretlandi og því kemur kuldakastið eflaust flatt upp á landsmenn.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun hiti vera undir frostmarki á öllu Íslandi í nótt. Víðast hvar tekur þó að hlýna þegar líður á vikuna en spáð er björtu veðri austanlands og norðaustanlands næstu helgi.
There'll be outbreaks of rain for England & Wales this afternoon, with brighter but colder & showery weather in the north bringing some snow pic.twitter.com/q3lyKr5RLn
— Met Office (@metoffice) April 24, 2017
How does it turn from bbq weather to snow weather in a day?! Oh wait I live in England
— Caitlin (@mynameiscait) April 24, 2017
Scotland's snow showers are set to continue into Tuesday https://t.co/7ayAgAokth pic.twitter.com/ATn4UO4W7c
— BBC Scotland News (@BBCScotlandNews) April 24, 2017