Ráðherra svarar ekki gagnrýni landlæknis Snærós Sindradóttir skrifar 21. apríl 2017 06:00 Afstaða heilbrigðisráðuneytisins er óbreytt til starfsemi Klíníkunnar, að sögn aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra neitaði fjölmiðlum um svör í gær vegna harðorðs bréfs Landlæknis þar sem hann gagnrýnir meðal annars afstöðu ráðuneytisins til starfemi Klíníkunnar, sem er á skjön við afstöðu Landlæknis. Í bréfi Landlæknis segir að túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði aðgerðir dýru verði úr eigin vasa. Heilbrigðisráðherra hefur nokkuð afdráttarlaust lýst því yfir að ekki standi til að gera samning á milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir aðgerðir fólks sem þangað leitar.Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkunnar. Stöð2/StiklaAfstaða ráðuneytisins um að Klíníkin sé ekki sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sem með lögum þyrfti starfsleyfi ráðherra, heldur einungis hefðbundinn stofurekstur lækna gerir það að verkum að Klíníkin starfar áfram og óbreytt með legudeild þar sem gerðar eru stórar aðgerðir á sjúklingum sem borga fyrir þær sjálfir. Sem dæmi má nefna að mjaðmaliðaaðgerð kostar á Klíníkinni tæpar 1,2 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, segir það pólitíska ákvörðun ráðherrans að sjúklingar búi við það kerfi. Hann skilur bréf Landlæknis ekki öðru vísi en svo að embættið vilji takmarka rekstrarleyfi Klíníkurinnar, þannig að henni væri óheimilt að gera þær aðgerðir sem þar eru gerðar í dag. „En við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Afstaða heilbrigðisráðuneytisins er óbreytt til starfsemi Klíníkunnar, að sögn aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra neitaði fjölmiðlum um svör í gær vegna harðorðs bréfs Landlæknis þar sem hann gagnrýnir meðal annars afstöðu ráðuneytisins til starfemi Klíníkunnar, sem er á skjön við afstöðu Landlæknis. Í bréfi Landlæknis segir að túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði aðgerðir dýru verði úr eigin vasa. Heilbrigðisráðherra hefur nokkuð afdráttarlaust lýst því yfir að ekki standi til að gera samning á milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir aðgerðir fólks sem þangað leitar.Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkunnar. Stöð2/StiklaAfstaða ráðuneytisins um að Klíníkin sé ekki sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sem með lögum þyrfti starfsleyfi ráðherra, heldur einungis hefðbundinn stofurekstur lækna gerir það að verkum að Klíníkin starfar áfram og óbreytt með legudeild þar sem gerðar eru stórar aðgerðir á sjúklingum sem borga fyrir þær sjálfir. Sem dæmi má nefna að mjaðmaliðaaðgerð kostar á Klíníkinni tæpar 1,2 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, segir það pólitíska ákvörðun ráðherrans að sjúklingar búi við það kerfi. Hann skilur bréf Landlæknis ekki öðru vísi en svo að embættið vilji takmarka rekstrarleyfi Klíníkurinnar, þannig að henni væri óheimilt að gera þær aðgerðir sem þar eru gerðar í dag. „En við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira