Óstöðugleiki krónunnar vandamál Ingólfur Bender skrifar 9. júní 2017 14:00 Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum. Ein birtingarmynd þessa óstöðugleika er miklar sveiflur í gengi krónunnar en þær sveiflur eru bæði búnar að vera orsök og afleiðing mikilla hagsveiflna hér á landi um langt árabil. Gengi krónunnar hækkaði um ríflega 18% í fyrra sem er mesta hækkun gengis hennar á einu ári sem mælst hefur hér á landi. Það sem af er þessu ári hefur hún hækkað um ríflega 9% sem er nær fimm sinnum meiri hækkun en mældist á sama tíma í fyrra. Rifja má upp að á árinu 2008 lækkaði gengi krónunnar um ríflega 44%. Þessar tölur sýna glögglega þann mikla óstöðugleika sem krónan hefur bæði endurspeglað og verið rótin af í íslensku efnahagslífi á ekki lengri tíma en tæpum áratug. Sveiflan hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Slíkar öfgakenndar sveiflur í samkeppnisstöðu fyrirtækja eru afar slæmar fyrir framþróun fyrirtækja hér á landi, hag heimilanna og vöxt hagkerfisins í heild. Viðbrögð margra iðnfyrirtækja sem og annarra sem helst eru að keppa við erlend fyrirtæki í gerbreyttri samkeppnisstöðu eru að flytja starfsemi annað, að hluta eða öllu leyti. Í mörgum öðrum tilfellum sverfur þróunin að markaðshlutdeild og umsvifum fyrirtækjanna til hagsbóta fyrir erlenda keppinauta. Fáar hindranir eru fyrir fyrirtæki til að mynda í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni að færa starfsemina úr landi og sjáum við nú merki þess að gengisþróunin er farin að hafa áhrif á umsvif þessara fyrirtækja hér á landi sem og mörg önnur fyrirtæki. Við þetta tapast vel launuð störf og fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja sem nauðsynleg er heilbrigðu atvinnulífi. Uppbygging fjölbreytts iðnaðar hér á landi undanfarna áratugi er í hættu vegna hraðrar styrkingar krónunnar síðustu misseri. Þróunin heggur skarð í íslenskt efnahags- og atvinnulíf sem er dýrt m.t.t. langtíma hagvaxtar og skilar sér ekki aftur nema á löngum tíma og að því tilskyldu að hér séu sköpuð góð og stöðug rekstrarskilyrði. Hagstjórnaraðgerðir þarf til að tryggja betri stöðugleika í umhverfi fyrirtækja hér á landi. Lykilatriði er að stjórn opinberra fjármála og peningamála sé öflug og samstiga í átakinu gegn ofþenslu, efnahagslægðum og óstöðugleika hér á landi. Einnig þarf að tryggja að fyrirkomulag stjórntækja efnahagsmála og þá ekki sýst peningamála, í ljósi núverandi endurskoðunar á því sviði, sé með þeim hætti að það geti sem best tryggt stöðugleikann.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum. Ein birtingarmynd þessa óstöðugleika er miklar sveiflur í gengi krónunnar en þær sveiflur eru bæði búnar að vera orsök og afleiðing mikilla hagsveiflna hér á landi um langt árabil. Gengi krónunnar hækkaði um ríflega 18% í fyrra sem er mesta hækkun gengis hennar á einu ári sem mælst hefur hér á landi. Það sem af er þessu ári hefur hún hækkað um ríflega 9% sem er nær fimm sinnum meiri hækkun en mældist á sama tíma í fyrra. Rifja má upp að á árinu 2008 lækkaði gengi krónunnar um ríflega 44%. Þessar tölur sýna glögglega þann mikla óstöðugleika sem krónan hefur bæði endurspeglað og verið rótin af í íslensku efnahagslífi á ekki lengri tíma en tæpum áratug. Sveiflan hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Slíkar öfgakenndar sveiflur í samkeppnisstöðu fyrirtækja eru afar slæmar fyrir framþróun fyrirtækja hér á landi, hag heimilanna og vöxt hagkerfisins í heild. Viðbrögð margra iðnfyrirtækja sem og annarra sem helst eru að keppa við erlend fyrirtæki í gerbreyttri samkeppnisstöðu eru að flytja starfsemi annað, að hluta eða öllu leyti. Í mörgum öðrum tilfellum sverfur þróunin að markaðshlutdeild og umsvifum fyrirtækjanna til hagsbóta fyrir erlenda keppinauta. Fáar hindranir eru fyrir fyrirtæki til að mynda í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni að færa starfsemina úr landi og sjáum við nú merki þess að gengisþróunin er farin að hafa áhrif á umsvif þessara fyrirtækja hér á landi sem og mörg önnur fyrirtæki. Við þetta tapast vel launuð störf og fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja sem nauðsynleg er heilbrigðu atvinnulífi. Uppbygging fjölbreytts iðnaðar hér á landi undanfarna áratugi er í hættu vegna hraðrar styrkingar krónunnar síðustu misseri. Þróunin heggur skarð í íslenskt efnahags- og atvinnulíf sem er dýrt m.t.t. langtíma hagvaxtar og skilar sér ekki aftur nema á löngum tíma og að því tilskyldu að hér séu sköpuð góð og stöðug rekstrarskilyrði. Hagstjórnaraðgerðir þarf til að tryggja betri stöðugleika í umhverfi fyrirtækja hér á landi. Lykilatriði er að stjórn opinberra fjármála og peningamála sé öflug og samstiga í átakinu gegn ofþenslu, efnahagslægðum og óstöðugleika hér á landi. Einnig þarf að tryggja að fyrirkomulag stjórntækja efnahagsmála og þá ekki sýst peningamála, í ljósi núverandi endurskoðunar á því sviði, sé með þeim hætti að það geti sem best tryggt stöðugleikann.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar