Golden State Warriors 3-0 yfir og bara einum sigri frá fullkomnun | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 07:15 Kevin Durant og félagar fagna í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta. NBA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta.
NBA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum