Tuttugu ár frá „flensuleiknum“ fræga hjá Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 20:00 Scottie Pippen hjálpar Michael Jordan af velli eftir að Jordan hafði gert út um leikinn með þriggja stiga körfu. Vísir/Getty Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma. Þar má telja alla titlana, öll stigin, öll verðlaunin og öll tilþrifin en hafi hann einhvern tímann sýnt hversu harður hann var þá var það í Salt Lake City 11. júní 1997. Í dag eru nefnilega liðin tuttugu ár frá því að Jordan spilaði einn eftirminnilegasta leikinn sinn á mögnuðum ferli eða leikinn þar sem hann spilaði fárveikur. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur en staðan var 2-2 í úrslitaeinvíginu og Utah Jazz liðið var á heimavelli. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð og hafði með því jafnað einvígið. Jordan skoraði „bara“ 24 stig eða meðaltali í þessum tveimur leikjum sem þótti lítið hjá kappanum á stóra sviðinu. Chicago Bulls mátti því helst ekki tapa ætlaði liðið sér að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Chicago sem lenti fjórtán stigum undir í fyrsta leikhlutanum. Það fór ekki framhjá neinum að hann var veikur, máttlaus og kraftlaus. Jordan sýndi hinsvegar mikinn viljastyrk, neitaði að gefast upp þrátt fyrir veikindin og slæma stöðu í leiknum. Hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og kom Chicago liðinu aftur inn í leikinn. Jordan átti líka nóg eftir til að gera út um leikinn í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 12 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna sem gerði út um leikinn. Jordan spilaði því ekki bara veikur þetta kvöld heldur spilaði hann frábærlega og næstum því allan leikinn. Jordan lék alls í 44 mínútur og var á þeim með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen fékk mikið hrós fyrir varnarleik sinn í þessum leik en Phil Jackson hélt því fram að Pippen hafi nánast spilað vörn fyrir tvo svo að Jordan hefði sem mesta orku i sókninni. Jordan var frábær í sóknarleiknum, skoraði tvöfalt meira en næststigahæsti maður vallarins sem var Karl Malone hjá Utah Jazz með 19 stig og aðeins einn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um þennan fræga flensuleik Michael Jordan fyrir nákvæmlega tveimur áratugum síðan. Þar má finna viðtöl við Jordan sjálfan, þjálfarann Phil Jackson sem og liðsfélaga hans í leiknum. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma. Þar má telja alla titlana, öll stigin, öll verðlaunin og öll tilþrifin en hafi hann einhvern tímann sýnt hversu harður hann var þá var það í Salt Lake City 11. júní 1997. Í dag eru nefnilega liðin tuttugu ár frá því að Jordan spilaði einn eftirminnilegasta leikinn sinn á mögnuðum ferli eða leikinn þar sem hann spilaði fárveikur. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur en staðan var 2-2 í úrslitaeinvíginu og Utah Jazz liðið var á heimavelli. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð og hafði með því jafnað einvígið. Jordan skoraði „bara“ 24 stig eða meðaltali í þessum tveimur leikjum sem þótti lítið hjá kappanum á stóra sviðinu. Chicago Bulls mátti því helst ekki tapa ætlaði liðið sér að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Chicago sem lenti fjórtán stigum undir í fyrsta leikhlutanum. Það fór ekki framhjá neinum að hann var veikur, máttlaus og kraftlaus. Jordan sýndi hinsvegar mikinn viljastyrk, neitaði að gefast upp þrátt fyrir veikindin og slæma stöðu í leiknum. Hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og kom Chicago liðinu aftur inn í leikinn. Jordan átti líka nóg eftir til að gera út um leikinn í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 12 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna sem gerði út um leikinn. Jordan spilaði því ekki bara veikur þetta kvöld heldur spilaði hann frábærlega og næstum því allan leikinn. Jordan lék alls í 44 mínútur og var á þeim með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen fékk mikið hrós fyrir varnarleik sinn í þessum leik en Phil Jackson hélt því fram að Pippen hafi nánast spilað vörn fyrir tvo svo að Jordan hefði sem mesta orku i sókninni. Jordan var frábær í sóknarleiknum, skoraði tvöfalt meira en næststigahæsti maður vallarins sem var Karl Malone hjá Utah Jazz með 19 stig og aðeins einn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um þennan fræga flensuleik Michael Jordan fyrir nákvæmlega tveimur áratugum síðan. Þar má finna viðtöl við Jordan sjálfan, þjálfarann Phil Jackson sem og liðsfélaga hans í leiknum.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira