Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Jakob Bjarnar skrifar 19. júlí 2017 14:09 Gengið hafði verið í skrokk á lambinu áður en það var drepið og voru samkvæmt krufningarskýrslu nokkur rifbein þess brotin. Vísir/Stefán Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdal. Samkvæmt krufningarskýrslu liggur fyrir að lambinu var misþyrmt illa áður en gerendurnir skáru af því hausinn, til dæmis eru rifbein lambsins brotin.Vísir fjallaði um málið þegar það kom upp 3. júlí en það snýst um erlenda ferðamenn sem aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Lögreglu var tilkynnt um málið, kom á staðinn og ferðamennirnir, sem voru átta, voru ferjaðir yfir í Fáskrúðsfjörð þar sem tekin var af þeim skýrsla. Einn mannanna gekkst við lambsdrápinu og var sektaður á staðnum. Lögregla lítur svo á að málinu sé lokið. En svo er ekki. Þeir sögðust vera Afganar búsettir í Bandaríkjunum og væru hér í fríi.Brotin rifbein og aðrir áverkar„Við eigum, hér hjá Matvælastofnun, að kæra alvarlegt brot er varðar velferð dýra lögum samkvæmt. Þetta er gróf árás. Lambið var krufið og ekki bara var það svo að hausinn hafi nánast verið skorinn af heldur eru ýmsir áverkar á lambinu aðrir. Nokkur rifbein brotin og dýralæknar hér innan húss hefur komist að því að miklir áverkar voru á lambinu aðrir. Krufningaskýrslan sýnir það. Töluverðir áverkar á því,“ segir Esther Hermannsdóttir lögmaður hjá MAST. Samkvæmt krufningarskýrslunni er ljóst að fleiri en einn kom að málum við misþyrmingu á lambinu. Þá liggur fyrir að hinir meintu dýraníðingar höfðu talsvert fyrir því að ná lambinu áður en þeir gengu gengið í skrokk á því. Kæra MAST byggir á krufningarskýrslunni auk framburði vitna.Allur gangur á því hvernig kærum á hendur útlendingum er fylgt eftirKæran frá Matvælastofnun var lögð fram nú í byrjun viku. Þó búið sé að ganga frá sektargerð segir Esther að Matvælastofnun beri formlega séð að ganga frá kærunni. Það sé svo lögreglu að ákveða framhald málsins.Sektargerðin snýr að eignarspjöllum, skaða sem ferðamennirnir ollu en hún snýr ekki að broti á dýraverndunarlögum eða lögum um velferð dýra. Samkvæmt heimildum Vísis er allur gangur á því hvernig kærum er fylgt eftir út fyrir landsteina enda getur reynst afar erfitt að fylgja slíku eftir. Til að mynda er meirihluta umferðasekta ekki fylgt eftir enda leiðir það sjaldnast til neins. Fastlega má gera ráð fyrir því að viðkomandi ferðamenn hafi yfirgefið landið. Samkvæmt fyrstu tilkynningu lögreglu telst málið upplýst: "Ferðamennirnir gáfu þær skýringar á framferði sínu að lambið hafði verið slasað og þetta hafi verið gert til að lina þjáningar þess. Málið telst upplýst og hefur ferðafólkið greitt fyrir tjónið sem það olli auk sekta í ríkissjóð.“Málið afgreitt með samþykki ríkissaksóknaraLögreglustjóri á Austurlandi er Inger L. Jónsdóttir. Hún segir að kæran frá Mast hafi ekki enn borist embættinu. „Við skoðum kæru frá MAST þegar þar að kemur og tökum ákvörðun í framhaldinu. Málið er litið mjög alvarlegum augum,“ segir Inger í samtali við Vísi. Eins og fram kom á sínum tíma náði lögreglan ekki sambandi við Mast, þá er málið kom upp og fékk lögregluembættið á Austurlandi samþykki ríkissaksóknara til að ljúka málinu með sektargerð. Ekki er vitað hvar mennirnir eru niðurkomnir en við yfirheyrslur gáfu þeir fúslega upp heimilisföng. Hvort við það verður stuðst í framhaldinu liggur ekki fyrir.Ríkissaksóknara ekki ríkislögreglustjóra Uppfært 10:00 20.07.2017 Í fyrri útgáfu fréttarinnar segir að lögreglan á Austurlandi hafi afgreitt málið að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra en þar skolaðist til hjá blaðamanni; hér er að sjálfsögðu um að ræða ríkissaksóknara. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdal. Samkvæmt krufningarskýrslu liggur fyrir að lambinu var misþyrmt illa áður en gerendurnir skáru af því hausinn, til dæmis eru rifbein lambsins brotin.Vísir fjallaði um málið þegar það kom upp 3. júlí en það snýst um erlenda ferðamenn sem aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Lögreglu var tilkynnt um málið, kom á staðinn og ferðamennirnir, sem voru átta, voru ferjaðir yfir í Fáskrúðsfjörð þar sem tekin var af þeim skýrsla. Einn mannanna gekkst við lambsdrápinu og var sektaður á staðnum. Lögregla lítur svo á að málinu sé lokið. En svo er ekki. Þeir sögðust vera Afganar búsettir í Bandaríkjunum og væru hér í fríi.Brotin rifbein og aðrir áverkar„Við eigum, hér hjá Matvælastofnun, að kæra alvarlegt brot er varðar velferð dýra lögum samkvæmt. Þetta er gróf árás. Lambið var krufið og ekki bara var það svo að hausinn hafi nánast verið skorinn af heldur eru ýmsir áverkar á lambinu aðrir. Nokkur rifbein brotin og dýralæknar hér innan húss hefur komist að því að miklir áverkar voru á lambinu aðrir. Krufningaskýrslan sýnir það. Töluverðir áverkar á því,“ segir Esther Hermannsdóttir lögmaður hjá MAST. Samkvæmt krufningarskýrslunni er ljóst að fleiri en einn kom að málum við misþyrmingu á lambinu. Þá liggur fyrir að hinir meintu dýraníðingar höfðu talsvert fyrir því að ná lambinu áður en þeir gengu gengið í skrokk á því. Kæra MAST byggir á krufningarskýrslunni auk framburði vitna.Allur gangur á því hvernig kærum á hendur útlendingum er fylgt eftirKæran frá Matvælastofnun var lögð fram nú í byrjun viku. Þó búið sé að ganga frá sektargerð segir Esther að Matvælastofnun beri formlega séð að ganga frá kærunni. Það sé svo lögreglu að ákveða framhald málsins.Sektargerðin snýr að eignarspjöllum, skaða sem ferðamennirnir ollu en hún snýr ekki að broti á dýraverndunarlögum eða lögum um velferð dýra. Samkvæmt heimildum Vísis er allur gangur á því hvernig kærum er fylgt eftir út fyrir landsteina enda getur reynst afar erfitt að fylgja slíku eftir. Til að mynda er meirihluta umferðasekta ekki fylgt eftir enda leiðir það sjaldnast til neins. Fastlega má gera ráð fyrir því að viðkomandi ferðamenn hafi yfirgefið landið. Samkvæmt fyrstu tilkynningu lögreglu telst málið upplýst: "Ferðamennirnir gáfu þær skýringar á framferði sínu að lambið hafði verið slasað og þetta hafi verið gert til að lina þjáningar þess. Málið telst upplýst og hefur ferðafólkið greitt fyrir tjónið sem það olli auk sekta í ríkissjóð.“Málið afgreitt með samþykki ríkissaksóknaraLögreglustjóri á Austurlandi er Inger L. Jónsdóttir. Hún segir að kæran frá Mast hafi ekki enn borist embættinu. „Við skoðum kæru frá MAST þegar þar að kemur og tökum ákvörðun í framhaldinu. Málið er litið mjög alvarlegum augum,“ segir Inger í samtali við Vísi. Eins og fram kom á sínum tíma náði lögreglan ekki sambandi við Mast, þá er málið kom upp og fékk lögregluembættið á Austurlandi samþykki ríkissaksóknara til að ljúka málinu með sektargerð. Ekki er vitað hvar mennirnir eru niðurkomnir en við yfirheyrslur gáfu þeir fúslega upp heimilisföng. Hvort við það verður stuðst í framhaldinu liggur ekki fyrir.Ríkissaksóknara ekki ríkislögreglustjóra Uppfært 10:00 20.07.2017 Í fyrri útgáfu fréttarinnar segir að lögreglan á Austurlandi hafi afgreitt málið að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra en þar skolaðist til hjá blaðamanni; hér er að sjálfsögðu um að ræða ríkissaksóknara. Er beðist velvirðingar á mistökunum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55