Sauðfjárbændur óánægðir með viðbrögð ráðherra við forsendubresti Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2017 13:01 Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira