„Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 16:52 John Snorri í miklu stuði í búðunum. Kári G. Schram John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. Hópurinn sem var með þeim í för tók ákvörðun að hvílast í efstu búðum fjallsins í nótt en þeir tveir skokkuðu alla leið niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsspor þar sem jafnframt er tekið fram að grunnbúðir K3 séu þær sömu og þegar farið er upp á K2. Það var klukkan fjögur í nótt sem hópurinn komst á toppinn á fjallinu sem stundum er kallað K3 og er 8051 metra hátt. Vika er síðan John Snorri fór á toppinn á K2 og 80 dagar síðan hann kleif Lhotse fyrstur Íslendinga. Þar með hefur John Snorri farið á þrjú fjöll sem eru yfir 8000 metra hæð á 80 dögum. Með þessu er John Snorri sagður í tilkynningunni hafa sett tvö met. Enginn annar í heiminum nema John Snorri og sherpinn Tsering hafa farið á topp K2 og toppinn á Broad Peak á sjö dögum. Enginn hefur heldur áður farið frá grunnbúðum upp á Broad Peak og aftur niður á tveimur dögum. „John Snorri er sannarlega toppmaður og líklega gerður úr stáli,“ segir framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Lífs í tilkynningunni.John Snorri á tindi K3 í nóttKári G. SchramLíklegt er að haldið verði af stað heim á leið frá grunnbúðum sunnudaginn 6. ágúst næstkomandi. „Sú ferð tekur um 4-5 daga og því má segja að Verslunarmannahelgin verði svipuð hjá John Snorra og öðrum landsmönnum þar sem hann sefur áfram í tjaldi næstu nætur. Ekki er þó búist við brekkusöng í Karakoram-fjöllunum um helgina.“Löng ferð fyrir höndumÞegar lagt verður af stað frá grunnbúðum hefst ganga á lengsta skriðjökli í heimi (Bolero) en gangan er um 63 km. löng. Þaðan er keyrt til Skardu þar sem flogið verður frá herflugvellinum í bænum, til Islamabad. Í tilkynninunni er ekki sagt öruggt að hægt verði að fljúga vegna mikilla rigninga (monsún) á svæðinu, og því gæti farið svo að hópurinn keyri frá Skardu til Islamabad. Í Islamabad verður John Snorri í 2 til 3 daga áður en hann heldur til Íslands ásamt Kára G. Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra eftir með myndavélina í nokkra mánuði. Miðað við þetta ferðalag koma þeir félagar til Íslands um miðjan ágúst. Söfnun Lífs er í fullum gangi og verður næstu vikur. Söfnunin er sögð hafa tekið aftur kipp í gær þegar John Snorri hélt upp á Broad Peak. Það er Kvennadeild Landspítalans sem mun njóta góðs af þeim peningum sem John Snorri er að safna fyrir Líf um þessar mundir. Hægt er að heita á John Snorra á www.lifsspor.is og 9081515 Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. Hópurinn sem var með þeim í för tók ákvörðun að hvílast í efstu búðum fjallsins í nótt en þeir tveir skokkuðu alla leið niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsspor þar sem jafnframt er tekið fram að grunnbúðir K3 séu þær sömu og þegar farið er upp á K2. Það var klukkan fjögur í nótt sem hópurinn komst á toppinn á fjallinu sem stundum er kallað K3 og er 8051 metra hátt. Vika er síðan John Snorri fór á toppinn á K2 og 80 dagar síðan hann kleif Lhotse fyrstur Íslendinga. Þar með hefur John Snorri farið á þrjú fjöll sem eru yfir 8000 metra hæð á 80 dögum. Með þessu er John Snorri sagður í tilkynningunni hafa sett tvö met. Enginn annar í heiminum nema John Snorri og sherpinn Tsering hafa farið á topp K2 og toppinn á Broad Peak á sjö dögum. Enginn hefur heldur áður farið frá grunnbúðum upp á Broad Peak og aftur niður á tveimur dögum. „John Snorri er sannarlega toppmaður og líklega gerður úr stáli,“ segir framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Lífs í tilkynningunni.John Snorri á tindi K3 í nóttKári G. SchramLíklegt er að haldið verði af stað heim á leið frá grunnbúðum sunnudaginn 6. ágúst næstkomandi. „Sú ferð tekur um 4-5 daga og því má segja að Verslunarmannahelgin verði svipuð hjá John Snorra og öðrum landsmönnum þar sem hann sefur áfram í tjaldi næstu nætur. Ekki er þó búist við brekkusöng í Karakoram-fjöllunum um helgina.“Löng ferð fyrir höndumÞegar lagt verður af stað frá grunnbúðum hefst ganga á lengsta skriðjökli í heimi (Bolero) en gangan er um 63 km. löng. Þaðan er keyrt til Skardu þar sem flogið verður frá herflugvellinum í bænum, til Islamabad. Í tilkynninunni er ekki sagt öruggt að hægt verði að fljúga vegna mikilla rigninga (monsún) á svæðinu, og því gæti farið svo að hópurinn keyri frá Skardu til Islamabad. Í Islamabad verður John Snorri í 2 til 3 daga áður en hann heldur til Íslands ásamt Kára G. Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra eftir með myndavélina í nokkra mánuði. Miðað við þetta ferðalag koma þeir félagar til Íslands um miðjan ágúst. Söfnun Lífs er í fullum gangi og verður næstu vikur. Söfnunin er sögð hafa tekið aftur kipp í gær þegar John Snorri hélt upp á Broad Peak. Það er Kvennadeild Landspítalans sem mun njóta góðs af þeim peningum sem John Snorri er að safna fyrir Líf um þessar mundir. Hægt er að heita á John Snorra á www.lifsspor.is og 9081515
Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38