Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 22:56 Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér nú stað á jörðinni af völdum manna. Vísir/Vilhelm Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira