922 tveggja mánaða hreindýrs- kálfar settir út á guð og gaddinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar