Hyggst ná fram jafnvægi á milli ferskvöru og veitinga með útimarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 21:32 Mathöllin opnaði í gær á Menningarnótt. Vísir/eyþór „Það var alger húsfyllir, þetta er bara ótrúlegt,“ segir Bjarki Vigfússon, einn stofnenda Mathallarinnar á Hlemmi sem opnaði í gær á Menningarnótt. Bjarki segist ekki hafa búist við slíkum mannfjölda: „Við ætluðum okkur að vera búnir að opna þetta aðeins fyrr og búa okkur undir þessa traffík þannig að það má eiginlega segja að það hafi komið okkur á óvart hvað þetta gekk þó smurt þrátt fyrir þennan mikla fjölda,“ segir Bjarki.Í Mathöllinni er alls konar matur.Vísir/eyþórEins og yfirbyggt torgMathöllin er opin frá átta á morgnanna til ellefu á kvöldin en er það ekki frekar óvanalegur opnunartími? „Ég hef ekki leitt hugann að því en þetta eru bara svo mismunandi aðilar með ólíkar þarfir. Kaffihús og bakarí eru vön að opna snemma og þetta stjórnast líka af því að Hlemmur er enn þá biðstöð fyrir farþega Strætó. Það er allt í lagi að koma þangað og hinkra eftir strætó þó maður ætli sér ekki að eiga viðskipti þá stundina.“ Að sögn Bjarka var lagt upp með það að reyna að hafa húsið sem mest opið. „Það er bara eðli þessa húss að þarna kemur fólk til að bíða eftir strætó eða labba í gegn og skýla sér. Þetta er bara svona yfirbyggt torg og það má alltaf líta inn,” segir Bjarki.Draumurinn að bjóða upp á meiri hrávöruÞrátt fyrir að flestir séu ánægðir með kærkomna viðbót við veitingaflóru borgarinnar hefur borið á nokkurri gagnrýni sem lýtur að því að ójafnvægi er á milli hrávöru og verslunar. Bjarki hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. „Það er bara ekki viðskiptagrundvöllur fyrir bara hrávörumarkaði sem er opinn alla daga frá morgni til kvölds, það bara þekkist varla í okkar heimshluta og sérstaklega ekki í svona litlum borgum eins og Reykjavík. En kannski verður það þannig í framtíðinni.“Fyrir utan Hlemm er ráðgert að blása til matarmarkaðar þar sem hægt verður að kaupa hrávöru.Vísir/eyþór Bjarki segist ná upp jafnvæginu á milli hrávöru og veitinga með mörkuðunum sem verða fyrir utan Mathöllina. „Menn geta bara prófað hver raunverulega er grundvöllurinn fyrir þessu. Ég hef mjög litlar áhyggjur af þessari gagnrýni enda er ég búinn að fara mjög djúpt í hana sjálfur innra með mér og skoða þetta út frá öllum mögulegum hliðum og veit alveg að hverju ég er að stefna að hérna til langs tíma.“ Stefnt er að því að hafa hrávörumarkað fyrir utan Mathöllina um helgar. „Þetta er bara byrjunin. Við munum vera með alls kyns markaði hérna á torginu fyrir utan, um helgar og jólin og þá kemur meiri hrávara inn eins og kjöt og mjólkurvörur.“ Alls kyns frumkvöðlar og bændur taka þátt í markaðinum og segir Bjarki að ótal möguleikar séu opnir í því samhengi.Bjarki segir að Rabbarbarinn sé fyrsta grænmetisverslunin sem sé með allt í lausu.Vísir/eyþórFerskt, íslenskt grænmetiÍ Mathöllinni er grænmetisverslunin Rabbarbarinn þar sem hægt er að versla ferskt, íslenskt grænmeti „sem er fyrsta grænmetisverslunin sem er með allt í lausu, alltaf nýjasta og ferskasta uppskeran frá Íslandi,“ segir Bjarki. Verslunin er í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna „allir grænmetisbændurnir sem eiga Sölufélagið eru bakjarlar verslunarinnar,“ segir Bjarki en einnig eru seldar vörur frá Friðheimum. Menningarnótt Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
„Það var alger húsfyllir, þetta er bara ótrúlegt,“ segir Bjarki Vigfússon, einn stofnenda Mathallarinnar á Hlemmi sem opnaði í gær á Menningarnótt. Bjarki segist ekki hafa búist við slíkum mannfjölda: „Við ætluðum okkur að vera búnir að opna þetta aðeins fyrr og búa okkur undir þessa traffík þannig að það má eiginlega segja að það hafi komið okkur á óvart hvað þetta gekk þó smurt þrátt fyrir þennan mikla fjölda,“ segir Bjarki.Í Mathöllinni er alls konar matur.Vísir/eyþórEins og yfirbyggt torgMathöllin er opin frá átta á morgnanna til ellefu á kvöldin en er það ekki frekar óvanalegur opnunartími? „Ég hef ekki leitt hugann að því en þetta eru bara svo mismunandi aðilar með ólíkar þarfir. Kaffihús og bakarí eru vön að opna snemma og þetta stjórnast líka af því að Hlemmur er enn þá biðstöð fyrir farþega Strætó. Það er allt í lagi að koma þangað og hinkra eftir strætó þó maður ætli sér ekki að eiga viðskipti þá stundina.“ Að sögn Bjarka var lagt upp með það að reyna að hafa húsið sem mest opið. „Það er bara eðli þessa húss að þarna kemur fólk til að bíða eftir strætó eða labba í gegn og skýla sér. Þetta er bara svona yfirbyggt torg og það má alltaf líta inn,” segir Bjarki.Draumurinn að bjóða upp á meiri hrávöruÞrátt fyrir að flestir séu ánægðir með kærkomna viðbót við veitingaflóru borgarinnar hefur borið á nokkurri gagnrýni sem lýtur að því að ójafnvægi er á milli hrávöru og verslunar. Bjarki hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. „Það er bara ekki viðskiptagrundvöllur fyrir bara hrávörumarkaði sem er opinn alla daga frá morgni til kvölds, það bara þekkist varla í okkar heimshluta og sérstaklega ekki í svona litlum borgum eins og Reykjavík. En kannski verður það þannig í framtíðinni.“Fyrir utan Hlemm er ráðgert að blása til matarmarkaðar þar sem hægt verður að kaupa hrávöru.Vísir/eyþór Bjarki segist ná upp jafnvæginu á milli hrávöru og veitinga með mörkuðunum sem verða fyrir utan Mathöllina. „Menn geta bara prófað hver raunverulega er grundvöllurinn fyrir þessu. Ég hef mjög litlar áhyggjur af þessari gagnrýni enda er ég búinn að fara mjög djúpt í hana sjálfur innra með mér og skoða þetta út frá öllum mögulegum hliðum og veit alveg að hverju ég er að stefna að hérna til langs tíma.“ Stefnt er að því að hafa hrávörumarkað fyrir utan Mathöllina um helgar. „Þetta er bara byrjunin. Við munum vera með alls kyns markaði hérna á torginu fyrir utan, um helgar og jólin og þá kemur meiri hrávara inn eins og kjöt og mjólkurvörur.“ Alls kyns frumkvöðlar og bændur taka þátt í markaðinum og segir Bjarki að ótal möguleikar séu opnir í því samhengi.Bjarki segir að Rabbarbarinn sé fyrsta grænmetisverslunin sem sé með allt í lausu.Vísir/eyþórFerskt, íslenskt grænmetiÍ Mathöllinni er grænmetisverslunin Rabbarbarinn þar sem hægt er að versla ferskt, íslenskt grænmeti „sem er fyrsta grænmetisverslunin sem er með allt í lausu, alltaf nýjasta og ferskasta uppskeran frá Íslandi,“ segir Bjarki. Verslunin er í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna „allir grænmetisbændurnir sem eiga Sölufélagið eru bakjarlar verslunarinnar,“ segir Bjarki en einnig eru seldar vörur frá Friðheimum.
Menningarnótt Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira