Stofnendur United Silicon út í kuldann Haraldur Guðmundsson skrifar 13. september 2017 06:00 Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og hluthafi kísilversins, segir ekkert hæft í fullyrðingum stjórnar United Silicon um að hann hafi stundað stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. vísir/eyþór Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot. Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórn United Silicon muni einungis verða skipuð fulltrúum Arion banka og þeirra íslensku lífeyrissjóða sem fjárfestu í fyrirtækinu. Bankinn hefur gengið að veðum og tekið yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu hollenskra félaga og stofnenda United Silicon. Þeir hafa þar með misst nánast allt sitt hlutafé í kísilverinu. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar og núverandi fulltrúi hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel í stjórninni, sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi fyrirtækisins í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins, mun að öllum líkindum hverfa úr stjórninni á næstu dögum þegar boðað verður til hluthafafundar United Silicon..„Arion banki er nú með 57 prósenta hlut eftir að hafa gengið að veðum í Kísil Íslandi, og tekið yfir hlutabréfin í United Silicon sem voru í eigu þess félags, en 67 prósenta atkvæðavægi. Næststærsti eigandinn er Kísill III en þar inni eru skuldabréfaeigendurnir, meðal annars Arion banki, og þeir eru með veð í hlutafé sem þeir hafa ekki gengið að, hvorki við né aðrir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Stjórn United Silicon var í byrjun ágúst skipuð fimm einstaklingum. Tveir þeirra, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður, einn af stofnendum United Silicon og hálfbróðir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, og Inga Birna Barkardóttir, hættu í stjórninni um tveimur vikum síðar. Eftir eru Jakob Bjarnason stjórnarformaður og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem bæði njóta stuðnings Arion banka, og Doron Beeri Sanders, sem var stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þangað til í byrjun ágúst. Upplýsingar um eignarhald United Silicon hafa ekki legið á lausu þar sem hlutur Kísils Íslands hefur verið skráður á hollensk félög. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í fyrirtækinu sem Arion hefur nú tekið yfir. Kísill III, sem er í eigu bankans og íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu með kaupum á skuldabréfum, átti þá 31 prósent. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, er eins og komið hefur fram með um átta milljarða útistandandi við United Silicon í lánsloforðum og ábyrgðum. Þar að auki hafði hann fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni að fullu, áður en hann gekk að bréfum Kísils Íslands, sem var bókfærður á rétt tæpan einn milljarð króna. „Þetta eru tímabundin yfirráð enda stendur til að endurskipuleggja félagið og vonandi fá inn nýja fjárfesta,“ segir Haraldur Guðni. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Hann hætti í stjórn kísilversins í mars og íhuga nú bæði Arion banki og lífeyrissjóðir í hluthafahópnum, þar á meðal Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Festa, að kæra Magnús sem grunaður er um stórfelld auðgunarbrot.
Markaðir United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00