Trump bauð syrgjandi föður fé Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 11:27 Trump benti fingri ranglega að fyrri forsetum þegar hann var gagnrýndur fyrir þögn sína um dauða bandarískra hermanna í Níger. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi. Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi.
Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25