Repúblikanar óttast komandi ósigra Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Vísir/AFP Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00