Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular Fox Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 19:06 Shepard Smith. Vísir/Getty Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira
Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira