Mega snyrtistofur bjóða upp á lækningar? Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2017 14:39 Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá árinu 2007 með breytingum sem tóku gildi 7. nóvember 2014) er kveðið á um réttindi landmanna til að eiga kost á heilbrigðisþjónustu til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html). Þar er kveðið á um að heilbrigðisstarfsmenn sem hafa hlotið löggildingu landlæknis megi stunda meðferðir og lækningar enda séu þeir undir eftirliti embættisins. Ströng skilyrði eru fyrir veitingu slíkra leyfa bæði hvað varðar menntun og aðbúnað. Í lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34 frá árinu 2012 með breytingum sem tóku gildi 1. júlí 2014) eru taldar upp þær stéttir sem heyra undir skilgreininguna heilbrigðisstarfsmaður. Þar segir ennfremur að sá sem hefur ekki leyfi landlæknis megi ekki veita sjúklingi meðferð eða gefa læknisfræðilegar eða aðrar faglegar ráðleggingar. Heilbrigðisstarfsmenn eru ábyrgir fyrir þeirri meðferð (og/eða lækningu) sem þeir veita enda skylt að vera tryggðir fyrir hugsanlegum skaða sem þeir gætu valdið. (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012034.html)Hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér í þessu greinakorni? Ástæðan er sú að ég sá póst á facebooksíðu snyrtistofu (líkamsmeðferðarstofu að sögn eigandans) hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem verið var að mæra eiginleika tækis sem virtist vera til sölu hjá þeim aðila sem stendur að snyrtistofunni, þar sagði orðrétt: “Hvað þýðir þetta fyrir ykkar heilsu- og snyrtifyrirtæki? Ef þið eruð nú þegar að bjóða upp á undir- og yfirþrýstingsmeðferðir getið þið einnig boðið upp á kvensjúkdómaþvagfæralækningar með tækjunum ykkar með því markmiði að konur geti stjórnað þvaglátum betur og sporna við signum grindarbotni. Þetta þýðir augljóslega umtalsverða bót á lífsgæðum!”Á undan þessari málsgrein er tækið umrædda lofað í bak og fyrir, vegna eiginleika sinna og fer höfundur póstsins um víðan völl um sjúkdómafræði og þróun kvenlíkamans í gegn um meðgöngur og eftir fæðingu. Í stuttu máli má segja að það sem sagt er á ekki við mikil rök að styðjast, hvort sem minnst er á lélegan árangur viðurkenndra meðferða né líkamlegar breytingar kvenlíkamans. Svo gripið sé aftur niður í póstinn: “Ástæðan fyrir þessu er að við fæðingar þenst mjaðmagrindin (og allir vöðvar og líffæri sem henna fylgja) um 3,5 falt sitt eigið ummál.” Á öðrum stað er sagt: “Það er hins vegar ljós í myrkrinu hvað þvagfæralækningar kvenna varðar en það er hin svokallaða lofttæmimeðferð en þar er notast við sömu aðferð og með Vacustyler tækninni eða ákveðið undirþrýstingsnudd þar sem undir- og yfirþrýstingi er beitt með reglulegu millibili”. Veit höfundur póstsins hvaða áhrif lofttæmimeðferð hefur á leggöng eða endaþarm kvenna sem eiga við vandamál að stríða? Hvað ætlar höfundur að gera ef einhver versnar af alvarlegum kvillum/sjúkdómum eftir meðferð í töfratækinu? En hvers vegna í ósköpunum er ég að eltast við að svara þessu eins og ég gerði gagnvart umdeildum pósti á facebook og þvældist út í ritdeilur þar sem ég varaði við tækinu? Nokkrar brýnar ástæður eru fyrir því. Fyrst má nefna að markhópur sá sem höfðað er til með loforðum eru konur með vandamál í kvenlíffærum og grindarbotni. Sá hópur er mjög blandaður og þar á meðal eru konur með mjög svo viðkvæma vefi, bæði bandvef, vöðvavef og taugavef. Konur sem þjást af alvarlegum kvillum sem draga mikið úr lífsgæðum þeirra. Þar geta líka verið konur með alvarlega sjúkdóma sem ættu ekki að leita aðstoðar á snyrtistofum. Að sjálfsögðu hafa allir einstaklingar rétt til þess að gera það sem þeir vilja við eigin heilsu en ættu þá að hafa í huga hver er menntun og skyldur þess sem veitir meðferðina. Og eru þá að axla fulla ábyrgð á að leita sér slíkrar meðferðar. Í öðru lagi eru rangfærslur í póstinum slíkar að ekki er við unað. Eftir ýtarlega leit í leitarvélum ritrýndra vísindagreina á netinu finnst ekki neitt sem hægt er að heimfæra upp á staðhæfingar póstsins. Weyergans kvensjúkdómaþvagfærafræði virðist ekki vera til. Einn vísindamaður fannst með þessu eftirnafni en sá/sú skrifar um æxli og aðferðir til að koma lyfjum inn í frumur, sjá hér nýjustu grein sem fannst: (https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29042319) Ekki tel ég að þessi vísindamaður sé sá sem vitnað er til í facebook póstinum. En þegar upp er staðið snýst þetta í raun og veru um hverjir hafi leyfi til að auglýsa lækningar. Ekki er hægt að sitja hjá þegar aðilar sem ekki hafa til þess leyfi auglýsa lækningar eða lækningatæki. Höfundur póstsins breytti honum nokkuð eftir ritdeilurnar og er það vel þó að mínu mati ætti hún að taka hann alveg niður. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis.Höfundur er sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og stundakennari við sjúkraþjálfunarskor HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá árinu 2007 með breytingum sem tóku gildi 7. nóvember 2014) er kveðið á um réttindi landmanna til að eiga kost á heilbrigðisþjónustu til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html). Þar er kveðið á um að heilbrigðisstarfsmenn sem hafa hlotið löggildingu landlæknis megi stunda meðferðir og lækningar enda séu þeir undir eftirliti embættisins. Ströng skilyrði eru fyrir veitingu slíkra leyfa bæði hvað varðar menntun og aðbúnað. Í lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34 frá árinu 2012 með breytingum sem tóku gildi 1. júlí 2014) eru taldar upp þær stéttir sem heyra undir skilgreininguna heilbrigðisstarfsmaður. Þar segir ennfremur að sá sem hefur ekki leyfi landlæknis megi ekki veita sjúklingi meðferð eða gefa læknisfræðilegar eða aðrar faglegar ráðleggingar. Heilbrigðisstarfsmenn eru ábyrgir fyrir þeirri meðferð (og/eða lækningu) sem þeir veita enda skylt að vera tryggðir fyrir hugsanlegum skaða sem þeir gætu valdið. (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012034.html)Hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér í þessu greinakorni? Ástæðan er sú að ég sá póst á facebooksíðu snyrtistofu (líkamsmeðferðarstofu að sögn eigandans) hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem verið var að mæra eiginleika tækis sem virtist vera til sölu hjá þeim aðila sem stendur að snyrtistofunni, þar sagði orðrétt: “Hvað þýðir þetta fyrir ykkar heilsu- og snyrtifyrirtæki? Ef þið eruð nú þegar að bjóða upp á undir- og yfirþrýstingsmeðferðir getið þið einnig boðið upp á kvensjúkdómaþvagfæralækningar með tækjunum ykkar með því markmiði að konur geti stjórnað þvaglátum betur og sporna við signum grindarbotni. Þetta þýðir augljóslega umtalsverða bót á lífsgæðum!”Á undan þessari málsgrein er tækið umrædda lofað í bak og fyrir, vegna eiginleika sinna og fer höfundur póstsins um víðan völl um sjúkdómafræði og þróun kvenlíkamans í gegn um meðgöngur og eftir fæðingu. Í stuttu máli má segja að það sem sagt er á ekki við mikil rök að styðjast, hvort sem minnst er á lélegan árangur viðurkenndra meðferða né líkamlegar breytingar kvenlíkamans. Svo gripið sé aftur niður í póstinn: “Ástæðan fyrir þessu er að við fæðingar þenst mjaðmagrindin (og allir vöðvar og líffæri sem henna fylgja) um 3,5 falt sitt eigið ummál.” Á öðrum stað er sagt: “Það er hins vegar ljós í myrkrinu hvað þvagfæralækningar kvenna varðar en það er hin svokallaða lofttæmimeðferð en þar er notast við sömu aðferð og með Vacustyler tækninni eða ákveðið undirþrýstingsnudd þar sem undir- og yfirþrýstingi er beitt með reglulegu millibili”. Veit höfundur póstsins hvaða áhrif lofttæmimeðferð hefur á leggöng eða endaþarm kvenna sem eiga við vandamál að stríða? Hvað ætlar höfundur að gera ef einhver versnar af alvarlegum kvillum/sjúkdómum eftir meðferð í töfratækinu? En hvers vegna í ósköpunum er ég að eltast við að svara þessu eins og ég gerði gagnvart umdeildum pósti á facebook og þvældist út í ritdeilur þar sem ég varaði við tækinu? Nokkrar brýnar ástæður eru fyrir því. Fyrst má nefna að markhópur sá sem höfðað er til með loforðum eru konur með vandamál í kvenlíffærum og grindarbotni. Sá hópur er mjög blandaður og þar á meðal eru konur með mjög svo viðkvæma vefi, bæði bandvef, vöðvavef og taugavef. Konur sem þjást af alvarlegum kvillum sem draga mikið úr lífsgæðum þeirra. Þar geta líka verið konur með alvarlega sjúkdóma sem ættu ekki að leita aðstoðar á snyrtistofum. Að sjálfsögðu hafa allir einstaklingar rétt til þess að gera það sem þeir vilja við eigin heilsu en ættu þá að hafa í huga hver er menntun og skyldur þess sem veitir meðferðina. Og eru þá að axla fulla ábyrgð á að leita sér slíkrar meðferðar. Í öðru lagi eru rangfærslur í póstinum slíkar að ekki er við unað. Eftir ýtarlega leit í leitarvélum ritrýndra vísindagreina á netinu finnst ekki neitt sem hægt er að heimfæra upp á staðhæfingar póstsins. Weyergans kvensjúkdómaþvagfærafræði virðist ekki vera til. Einn vísindamaður fannst með þessu eftirnafni en sá/sú skrifar um æxli og aðferðir til að koma lyfjum inn í frumur, sjá hér nýjustu grein sem fannst: (https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29042319) Ekki tel ég að þessi vísindamaður sé sá sem vitnað er til í facebook póstinum. En þegar upp er staðið snýst þetta í raun og veru um hverjir hafi leyfi til að auglýsa lækningar. Ekki er hægt að sitja hjá þegar aðilar sem ekki hafa til þess leyfi auglýsa lækningar eða lækningatæki. Höfundur póstsins breytti honum nokkuð eftir ritdeilurnar og er það vel þó að mínu mati ætti hún að taka hann alveg niður. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis.Höfundur er sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og stundakennari við sjúkraþjálfunarskor HÍ
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun