Ekkert lát á hríðarveðrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 20:54 Myndin er tekin á Akureyri í óveðri þar fyrir nokkrum árum. vísir/auðunn Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð. Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð.
Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57