Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Róhingjabarn að leik í Kutupalong-flóttamannabúðunum í Bangladess. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira