Skemmta fólki með myrkum jólakortum Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Jónas Breki og Gúrý í gervi hryllingstrúðsins Pennywise ásamt börnunum, Ísabellu og Breka yngri, sem eins og foreldrarnir taka jólagrínið mjög hátíðlega. Hjónin Jónas Breki Magnússon gullsmiður og Gúrý Finnbogadóttir, fata- og skartgripahönnuður, eru hrifin af drungalegri hliðum tilverunnar eins og myndin á jólakorti þeirra í ár ber með sér. „Þetta er þriðja árið sem við látum taka mynd af okkur með jólasveininum í Tívolíinu. Í fyrra vorum við með hauskúpur málaðar framan í okkur og núna ákváðum við að vera trúðurinn Pennywise úr IT,“ segir Gúrý. Þau Gúrý og Jónas hafa búið í Danmörku um langt árabil. Á vinnustofu sinni hafa þau meðal annars unnið að skartgripalínum sínum Breki og Zero6. Breki er þekktur fyrir hauskúpuhringa sína sem eru áhugamál allrar fjölskyldunnar.Trúðurinn ógurlegi sem er fyrirmynd íslensku Addams-fjölskyldunnar.„Við vorum að horfa á myndina um daginn og fannst hann upplagður. Við erum með vinnustofuna á HøjBro Plads við hliðina á Strikinu og þangað fórum við til þess að mála okkur. Síðan gengum við gegnum allt Strikið í jólaösinni til þess að ná okkur í rauðar blöðrur, sem eru alveg ómissandi.“ Þau vöktu að vonum mikla athygli. Sumum var nokkuð brugðið og Gúrý segir að eitthvað hafi verið um skelkuð börn. Tívolígestir voru ekki síður hissa og einhverjir bentu þeim á að Hrekkjavakan væri löngu liðin. „Jólasveinninn var sá sami og í fyrra og hann þekkti okkur aftur og tók Halloween-fjölskyldunni fagnandi. Krakkarnir eru með okkur í þessu af lífi og sál og skólasystkin Ísabellu, dóttur okkar, öfunda hana af því hversu fjölskyldan er öðruvísi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við séum ekki hefðbundin fjölskylda,“ segir Gúrý og bætir við að Addams-fjölskyldan sé í miklu uppáhaldi hjá þeim. Gúrý segir vini og vandamenn vera farna að reikna með einhverju gráu gríni í jólakortum fjölskyldunnar, ef ekki beinlínis farna að ætlast til þess. Þetta er því orðin jólahefð og hverju sem þau taka upp á að ári segir hún öruggt að útlitið á þeim verði skuggalegt. Börnin hafa erft hauskúpuáhugann frá foreldrunum. Ísabella byrjaði að hanna hringa með pabba sínum fyrir nokkrum árum og hefur þegar gert tvær línur. „Hún er með annan fótinn í þessu og Breki litli er að gera sína fyrstu hauskúpulínu. Hann er enn að æfa þolinmæðina sem þarf í þetta enda er hann bara sex ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Hjónin Jónas Breki Magnússon gullsmiður og Gúrý Finnbogadóttir, fata- og skartgripahönnuður, eru hrifin af drungalegri hliðum tilverunnar eins og myndin á jólakorti þeirra í ár ber með sér. „Þetta er þriðja árið sem við látum taka mynd af okkur með jólasveininum í Tívolíinu. Í fyrra vorum við með hauskúpur málaðar framan í okkur og núna ákváðum við að vera trúðurinn Pennywise úr IT,“ segir Gúrý. Þau Gúrý og Jónas hafa búið í Danmörku um langt árabil. Á vinnustofu sinni hafa þau meðal annars unnið að skartgripalínum sínum Breki og Zero6. Breki er þekktur fyrir hauskúpuhringa sína sem eru áhugamál allrar fjölskyldunnar.Trúðurinn ógurlegi sem er fyrirmynd íslensku Addams-fjölskyldunnar.„Við vorum að horfa á myndina um daginn og fannst hann upplagður. Við erum með vinnustofuna á HøjBro Plads við hliðina á Strikinu og þangað fórum við til þess að mála okkur. Síðan gengum við gegnum allt Strikið í jólaösinni til þess að ná okkur í rauðar blöðrur, sem eru alveg ómissandi.“ Þau vöktu að vonum mikla athygli. Sumum var nokkuð brugðið og Gúrý segir að eitthvað hafi verið um skelkuð börn. Tívolígestir voru ekki síður hissa og einhverjir bentu þeim á að Hrekkjavakan væri löngu liðin. „Jólasveinninn var sá sami og í fyrra og hann þekkti okkur aftur og tók Halloween-fjölskyldunni fagnandi. Krakkarnir eru með okkur í þessu af lífi og sál og skólasystkin Ísabellu, dóttur okkar, öfunda hana af því hversu fjölskyldan er öðruvísi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við séum ekki hefðbundin fjölskylda,“ segir Gúrý og bætir við að Addams-fjölskyldan sé í miklu uppáhaldi hjá þeim. Gúrý segir vini og vandamenn vera farna að reikna með einhverju gráu gríni í jólakortum fjölskyldunnar, ef ekki beinlínis farna að ætlast til þess. Þetta er því orðin jólahefð og hverju sem þau taka upp á að ári segir hún öruggt að útlitið á þeim verði skuggalegt. Börnin hafa erft hauskúpuáhugann frá foreldrunum. Ísabella byrjaði að hanna hringa með pabba sínum fyrir nokkrum árum og hefur þegar gert tvær línur. „Hún er með annan fótinn í þessu og Breki litli er að gera sína fyrstu hauskúpulínu. Hann er enn að æfa þolinmæðina sem þarf í þetta enda er hann bara sex ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira