Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2017 19:54 Monalisa Perez og Pedro Ruiz III. YouTube Tvítug bandarísk kona hefur játað að hafa skotið kærasta sinn til bana Í YouTube-hrekk sem parið hafði vonast til að mynda slá í gegn. Konan heitir Monalisa Perez en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hún hafi játað við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Atvikið átti sér stað sér 26. júní síðastliðinn en Perez sagði við yfirheyrslu að þau hefðu átt von á því að byssukúlan myndi nema staðar í bókinni. Sú varð ekki raunin, kúlan fór í gegnum bókina og hafnaði í bringu Ruiz sem lést skömmu síðar. Hefur Perez játað að hafa gerst sek um manndráp. Það gerir það að verkum að hún mun hljóta vægari refsingu sem hljóðar upp á sex mánaða fangelsisvist og tíu ár á skilorði. Henni verður einnig bannað að eiga skotvopn. Perez og Ruiz höfðu stundað það að setja myndbönd á YouTube af hrekkjum sínum í von um frægð og frama.Þar á meðal mátti sjá Ruiz detta úr tré eða að stökkva í sundlaug ofan af húsþaki. Þá hrekkti Perez kærasta sinn eitt skipti með því að færa honum kleinuhring sem hún hafði stráð barnapúðri yfir í stað flórsykurs. Þau notuðust við GoPro-myndavél þegar þau ætluðu að mynda hrekkinn örlagaríka. Bókin sem Ruiz hélt á var fjögurra sentímetra þykk alfræðiorðabók í harðkápu. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust svo með þegar Perez skaut úr Desert Eagle-skammbyssunni á bókina með fyrrgreindum afleiðingum. Var Perez barnshafandi þegar þetta átti sér stað. Ruiz var úrskurðaður látinn á heimili þeirra í borginni Halstad í Minnesota-ríki Bandaríkjanna.Me and Pedro are probably going to shoot one of the most dangerous videos ever HIS idea not MINE— Monalisa Perez (@MonalisaPerez5) June 26, 2017 Erlent Tengdar fréttir Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Tvítug bandarísk kona hefur játað að hafa skotið kærasta sinn til bana Í YouTube-hrekk sem parið hafði vonast til að mynda slá í gegn. Konan heitir Monalisa Perez en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hún hafi játað við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Atvikið átti sér stað sér 26. júní síðastliðinn en Perez sagði við yfirheyrslu að þau hefðu átt von á því að byssukúlan myndi nema staðar í bókinni. Sú varð ekki raunin, kúlan fór í gegnum bókina og hafnaði í bringu Ruiz sem lést skömmu síðar. Hefur Perez játað að hafa gerst sek um manndráp. Það gerir það að verkum að hún mun hljóta vægari refsingu sem hljóðar upp á sex mánaða fangelsisvist og tíu ár á skilorði. Henni verður einnig bannað að eiga skotvopn. Perez og Ruiz höfðu stundað það að setja myndbönd á YouTube af hrekkjum sínum í von um frægð og frama.Þar á meðal mátti sjá Ruiz detta úr tré eða að stökkva í sundlaug ofan af húsþaki. Þá hrekkti Perez kærasta sinn eitt skipti með því að færa honum kleinuhring sem hún hafði stráð barnapúðri yfir í stað flórsykurs. Þau notuðust við GoPro-myndavél þegar þau ætluðu að mynda hrekkinn örlagaríka. Bókin sem Ruiz hélt á var fjögurra sentímetra þykk alfræðiorðabók í harðkápu. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust svo með þegar Perez skaut úr Desert Eagle-skammbyssunni á bókina með fyrrgreindum afleiðingum. Var Perez barnshafandi þegar þetta átti sér stað. Ruiz var úrskurðaður látinn á heimili þeirra í borginni Halstad í Minnesota-ríki Bandaríkjanna.Me and Pedro are probably going to shoot one of the most dangerous videos ever HIS idea not MINE— Monalisa Perez (@MonalisaPerez5) June 26, 2017
Erlent Tengdar fréttir Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12