Erlent

Tíminn að verða á þrotum að stöðva Brexit

Kjartan Kjartansson skrifar
Tony Blair er ekki sérlega vinsæll í Bretlandi vegna ákvörðunar hans um að taka þátt í innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003.
Tony Blair er ekki sérlega vinsæll í Bretlandi vegna ákvörðunar hans um að taka þátt í innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003. Vísir/AFP
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, varar landa sína við því að tíminn verði brátt á þrotum að stöðva útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann fullyrðir að ókomnar kynslóðir muni harma hana ef af verður.

Til stendur að Bretar gangi formlega úr ESB 29. mars á næsta ári. Afar deildar meiningar eru um ágæti útgöngunnar á meðal bresku þjóðarinnar. Tiltölulega naumur meirihluti samþykkti útgönguna í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016.

Blair, sem var forsætisráðherra Verkamannaflokksins frá 1997 til 2007, er á meðal þeirra að Brexit komi til með að hafa hörmuleg áhrif á efnahag Bretlands. Landið verði snauðara og veikara eftir aðskilnaðinn.

„Við erum að gera mistök sem samtímaheimurinn getur ekki skilið og kynslóðir framtíðarinnar munu ekki fyrirgefa,“ segir Blair í grein sem birtist á vefsíðu hans í dag.

Árið í ár sé síðasta tækifærið til að tryggja að Bretar fái að segja hug sinn um hvort að nýja sambandið við Evrópu sé betra en það sem var fyrir, að því er kemur fram í frétt Reuters.

Stuðningsmenn Brexit hugsa Blair hins vegar þegjandi þörfina. Saka þeir forsætisráðherrann fyrrverandi um að grafa undan samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið og vilja þjóðarinnar.


Tengdar fréttir

Annar kafli Brexit-viðræðna hefst

Fyrsta stigi Brexit-viðræðna er lokið. Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir það hafa verið erfitt en að annað stig verði enn erfiðara en það fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×